Laufey steig á svið með Ben Platt

Laufey Lín Bing Jónsdóttir og Ben Platt slógu í gegn.
Laufey Lín Bing Jónsdóttir og Ben Platt slógu í gegn. Samsett mynd

Tón­list­ar­kon­an Lauf­ey Lín Bing Jóns­dótt­ir steig á svið ásamt banda­ríska leik- og söngv­ar­an­um Ben Platt í Los Ang­eles á laug­ar­dags­kvöldið.

Platt, þekkt­ast­ur fyr­ir leik sinn á Broadway og í kvik­mynd­um á borð við Pitch Per­fect, Dear Evan Han­sen og The People We Hate at the Wedd­ing, fékk Lauf­eyju til að flytja með sér lagið My Funny Valent­ine úr söng­leikn­um Babes In Arms, sem frum­sýnd­ur var í Shubert-leik­hús­inu í New York árið 1937. 

Platt hef­ur verið á tón­leika­ferðalagi um gjörvöll Banda­rík­in síðustu vik­ur og mánuði og fengið marga góða gesti á svið til sín. Má þar nefna Jenni­fer Hudson, Kristen Bell, Tori Kelly, Nicole Scherz­in­ger og Meg­h­an Train­or.

Söngv­ar­inn deildi mynd­skeiði af laga­flutn­ingi hans og Lauf­eyj­ar á In­sta­gram í gær­dag og hef­ur hann vakið mikla hrifn­ingu.

View this post on In­sta­gram

A post shared by Ben Platt (@bensplatt)

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Naut

Sign icon Hugrenningar þínar eru að sönnu óvenjulegar í dag. Vertu bara með varaplan ef það getur gert þig jafn ánægðan og aðalplanið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
3
Arn­ald­ur Indriðason
4
Sofie Sar­en­brant
5
Unni Lindell
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Naut

Sign icon Hugrenningar þínar eru að sönnu óvenjulegar í dag. Vertu bara með varaplan ef það getur gert þig jafn ánægðan og aðalplanið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
3
Arn­ald­ur Indriðason
4
Sofie Sar­en­brant
5
Unni Lindell