Laufey steig á svið með Ben Platt

Laufey Lín Bing Jónsdóttir og Ben Platt slógu í gegn.
Laufey Lín Bing Jónsdóttir og Ben Platt slógu í gegn. Samsett mynd

Tónlistarkonan Laufey Lín Bing Jónsdóttir steig á svið ásamt bandaríska leik- og söngvaranum Ben Platt í Los Angeles á laugardagskvöldið.

Platt, þekktastur fyrir leik sinn á Broadway og í kvikmyndum á borð við Pitch Perfect, Dear Evan Hansen og The People We Hate at the Wedding, fékk Laufeyju til að flytja með sér lagið My Funny Valentine úr söngleiknum Babes In Arms, sem frumsýndur var í Shubert-leikhúsinu í New York árið 1937. 

Platt hefur verið á tónleikaferðalagi um gjörvöll Bandaríkin síðustu vikur og mánuði og fengið marga góða gesti á svið til sín. Má þar nefna Jennifer Hudson, Kristen Bell, Tori Kelly, Nicole Scherzinger og Meghan Trainor.

Söngvarinn deildi myndskeiði af lagaflutningi hans og Laufeyjar á Instagram í gærdag og hefur hann vakið mikla hrifningu.

View this post on Instagram

A post shared by Ben Platt (@bensplatt)

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Maður lærir vissulega að vera sjálfum sér nógur með því að útiloka aðra, en það er ekki besta leiðin. Hvettu aðra til að leggja sitt að mörkum til mannúðarmála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Maður lærir vissulega að vera sjálfum sér nógur með því að útiloka aðra, en það er ekki besta leiðin. Hvettu aðra til að leggja sitt að mörkum til mannúðarmála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir