Lopez fagnaði 55 ára afmælinu án Affleck

Leik og- söngkonan Jennifer Lopez tjaldaði öllu til fyrir 55 …
Leik og- söngkonan Jennifer Lopez tjaldaði öllu til fyrir 55 ára afmælið. Samsett mynd

Leik- og söngkonan Jennifer Lopez fagnaði 55 ára afmæli sínu með glæsilegu partíi með Bridgerton-þema sem stóð yfir alla síðustu helgi í Hamptons-hverfinu á Long Island. Í myndböndum frá veisluhöldunum má sjá gesti klædda í sitt fínasta púss í anda Netflix-þáttana Bridgerton.

Leikaranum Ben Affleck virðist ekki hafa verið boðið á dansleikinn en hann er staddur Los Angeles við vinnu. Eftir dramatíska atburðarás síðustu mánuði virðist sem hjónaband þeirra sé senn á enda. Þau vörðu einnig tveggja ára hjónabandsafmæli sínu í sitt hvoru lagi á dögunum. 

Lopez kann að halda partí

Lopez mætti í afmælisveisluna um helgina á hvítum hestvagni, í ljósbláum og gylltum 18. aldar kjól sem var að sjálfsögðu með þröngu lífstykki og stóru síðu pilsi. Hún leyfði kjólum algjörlega að njóta sín með því að setja hárið upp svo það líktist einskonar kórónu. 

Jennifer Lopez glæsileg í 18. aldar kjólnum.
Jennifer Lopez glæsileg í 18. aldar kjólnum. Skljáskot/Instagram

Öllu var tjaldað til fyrir útidansleikinn þar sem strengjasveit spilaði klassíska tónlist í garði sem skreyttur var með stórum kristalsljósakrónum, blómum, kertum og gullskreytingum. 

Fiðluleikur var áberandi í afmælisveislu Jennifer Lopez.
Fiðluleikur var áberandi í afmælisveislu Jennifer Lopez. Skjáskot/Instagram

Tók lagið 

Einn af hápunktum kvöldsins var þegar dansarar mættu á svæðið og tóku nokkur dansatriði sem minntu á atriði úr vinsælu Bridgerton-þáttunum. Einnig gerði Lopez fataskipti og tók lagið í grænum síðum hlýralausum kjól rétt áður en komið var af því að smakka fjögurra hæða afmælistertuna.  

Dansað var framm á nótt.
Dansað var framm á nótt. Skjáskot/Instagram

Óhætt er að segja að afmælisdrottningin hafi skemmt sér konunglega með fólkinu sínu en veisluhöldin stóðu yfir langt fram á nótt.  

View this post on Instagram

A post shared by Jennifer Lopez (@jlo)

Page six

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér léttir þegar búið verður að hreinsa andrúmsloftið á heimilinu. Reyndu ekki að eyðileggja málið með því að þykjast geta sóst eftir meiru.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér léttir þegar búið verður að hreinsa andrúmsloftið á heimilinu. Reyndu ekki að eyðileggja málið með því að þykjast geta sóst eftir meiru.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir