Hefur ekki sofið í sama rúmi og eiginmaðurinn í 40 ár

Leikkonan Bette Midler segir að lykillin að hamingjusömu hjónabandi sé …
Leikkonan Bette Midler segir að lykillin að hamingjusömu hjónabandi sé að sofa í sitthvoru herberginu. Skjáskot/IMDb

Leik- og söngkonan Bette Midler deildi leyndarmálinu að baki langlífu og farsælu hjónabandi hennar og Martin von Haselberg í viðtali við Entertainment Tonight á dögunum. Midler segir lykilinn að farsælu hjónabandi vera aðskilin svefnherbergi.

„Eiginmaður minn hrýtur mikið,” svaraði Midler þegar hún var spurð út í það hvers vegna þau hjónin sofi ekki í sama herbergi og rúmi. „Ég held að leyndarmálið sé að gefa hvort öðru pláss.”

Midler og von Haselberg gengu í hjónaband þann 16. desember 1984, aðeins sex vikum eftir að þau kynntust. Þau giftu sig í Las Vegas og var það Elvis Presley eftirherma sem gaf þau saman.

Leikkonan, best þekkt fyrir hlutverk sín í Hocus Pocus, First Wives Club, Beaches og Gypsy, viðurkenndi að það hafi verið mjög hvatvís ákvörðun að biðja von Haselberg eftir aðeins nokkurra vikna kynni en að það hafi verið besta ákvörðun lífs hennar.

Midler og von Haselberg eiga eitt barn, dóttur.  

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú munt verja skoðanir þínar af miklum krafti í dag og sömuleiðis rétt þinn til einhvers. Gættu þess að særa ekki aðra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnheiður Jónsdóttir
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú munt verja skoðanir þínar af miklum krafti í dag og sömuleiðis rétt þinn til einhvers. Gættu þess að særa ekki aðra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnheiður Jónsdóttir
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Birgitta H. Halldórsdóttir