Bullock tilbúin að dýfa tánum í stefnumótalaugina

Sandra Bullock horfir björtum augum á framtíðina.
Sandra Bullock horfir björtum augum á framtíðina. Ljósmynd/IMDb

Bandaríska leikkonan Sandra Bullock er sögð vera orðin tilbúin til að dýfa tánum í stefnumótalaugina á ný. Eitt ár er liðið frá því að sambýlismaður hennar, ljósmyndarinn Bryan Randall, lést eftir erfiða baráttu við hreyfitaugahrörnun.

Bullock, sem fagnaði sextugsafmæli sínu í júlí, er opin fyrir nýjum möguleikum að sögn heimildarmanns Us Weekly. Leikkonan vill þó ekki ana áfram í hugsunarleysi. Hún er enn að jafna sig eftir áfallið og kýs að eyða sem mestum tíma með börnum sínum.

Randall lést þann 5. ágúst í fyrra, 57 ára að aldri. Hann háði þriggja ára baráttu við MND sem er banvænn og hraðgengur sjúkdómur sem herjar á hreyfitaugar líkamans.

Bullock og Randall höfðu verið sam­an frá árinu 2015. Þau kynntust þegar Randall myndaði afmælisveislu sonar Bullock, Louis Bardo.

Bullock, sem tal­ar lítið op­in­ber­lega um fjöl­skyldu­líf sitt, sagði frá sam­bandi sínu við Randall í spjallþætt­in­um Red Table Talk árið 2021. Þar lýsti hún Randall sem ást­inni í lífi sínu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú munt verja skoðanir þínar af miklum krafti í dag og sömuleiðis rétt þinn til einhvers. Gættu þess að særa ekki aðra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnheiður Jónsdóttir
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú munt verja skoðanir þínar af miklum krafti í dag og sömuleiðis rétt þinn til einhvers. Gættu þess að særa ekki aðra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnheiður Jónsdóttir
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Birgitta H. Halldórsdóttir