Mari Järsk sneri aftur á heimaslóðir

Mari ásamt konunni sem ól hana upp.
Mari ásamt konunni sem ól hana upp. Skjáskot/Instagram

Hlaupadrottningin Mari Järsk heimsótti SOS-barnaþorpið í Keila í Eistlandi nú á dögunum. Ástæða heimsóknarinnar var 30 ára afmæli barnaþorpanna þar í landi. 

Mari var aðeins sjö ára gömul þegar hún og sex systkini henn­ar voru tek­in af for­eldr­um sín­um árið 1995. Þau voru þá á aldr­in­um eins til fimmtán ára og fengu öll nýtt heim­ili í SOS-barnaþorp­inu í Keila sem þá var tiltölulega nýopnað. 

Mari birti einlæga færslu á Instagram-síðu sinni þar sem hún birti myndir frá ferðalaginu og þakkaði einnig konunni sem ól hana upp. 

„Fyrir rúmlega 30 árum tók þessi fallega kona, „mamma“, ákvörðun um að taka að sér sjö börn og helga líf sitt í það + auka tveggja systra sem bættust í hópinn. Ég mun aldrei geta þakkað henni nógu mikið fyrir það.

Í dag er hún auðvitað að ala upp önnur börn. Hún er ótrúleg og ég mun aldrei geta sett mig í hennar aðstæður,“ skrifaði Mari við myndaseríuna.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ættir að eiga betra með að einbeita þér nú þegar þú hefur sett þér takmark. Sinntu því skyldum þínum af kostgæfni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Karin Härjegård
5
Unnur Lilja Aradóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ættir að eiga betra með að einbeita þér nú þegar þú hefur sett þér takmark. Sinntu því skyldum þínum af kostgæfni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Karin Härjegård
5
Unnur Lilja Aradóttir