Doktor í breikdansi gerði allt vitlaust á Ólympíuleikunum

Ástralski breikdansarinn Raygun hefur verið á allra vörum!
Ástralski breikdansarinn Raygun hefur verið á allra vörum! Samsett mynd

Net­heim­ar hafa logað síðustu sól­ar­hringa eft­ir að ástr­alski breik­dans­ar­inn Rachael Gunn, eða Rayg­un, steig á svið í breik­dansi á Ólymp­íu­leik­un­um í Par­ís síðastliðinn föstu­dag. 

Þótt dans Rayg­un hafi slegið í gegn á sam­fé­lags­miðlum virt­ist frammistaðan ekki hitta í mark hjá dómur­um og tókst Rayg­un ekki að tryggja sér eitt ein­asta stig á mót­inu. Þrátt fyr­ir það hafa til­b­urðir Rayg­un vakið mikla lukku á sam­fé­lags­miðlum og hafa sum­ir sagt að frammistaða henn­ar sé sú eft­ir­minni­leg­asta á Ólymp­íu­leik­un­um í Par­ís.

Þá hafa net­verj­ar keppst við að birta brand­ara um spor henn­ar. Hún hef­ur þó einnig hlotið harða gagn­rýni og þykir sum­um grínið hafa gengið of langt.

Umræðan í kring­um frammistöðu Rayg­un hef­ur þó ekki ein­ung­is verið nei­kvæð og á hún fjöl­marga aðdá­end­ur sem hafa hrósað henni fyr­ir frum­leika og kjark. Tón­list­ar­kon­an Adele er meðal aðdá­enda henn­ar, en hún ræddi atriðið á tón­leik­um í Þýskalandi á dög­un­um.

Með doktors­gráðu í breik­dansi og dans­menn­ingu

Sjálf seg­ist Reyg­un ekki hafa farið inn í keppn­ina til þess að vinna held­ur frek­ar til þess að sýna fram á fjöl­breyti­leik­ann og sköp­un­ar­gleðina sem fylg­ir breik­dans­in­um. 

„Ég ætlaði aldrei að sigra þess­ar stelp­ur í því sem þær gera best – krafta­hreyf­ing­ar þeirra,“ sagði Rayg­un í sam­tali við Sky News eft­ir mótið. „Það sem ég kem með er sköp­un­ar­kraft­ur­inn.“

Rayg­un, sem er 36 ára göm­ul, varð heilluð af breik­dansi þegar hún kynnt­ist eig­in­manni sín­um þegar hún var um tví­tugt, en hann er þjálf­ari henn­ar í dag. Þá er hún einnig með doktors­gráðu í breik­dansi og dans­menn­ingu, en hún starfar sem kenn­ari við Maxquarie í Syd­ney.

Þetta var í fyrsta skipti sem breik­dans er hluti af keppn­is­grein­in­um á Ólymp­íu­leik­un­um, en til­kynnt hef­ur verið að grein­in verði ekki part­ur af næstu Ólymp­íu­leik­um sem munu fara fram í Los Ang­eles í Banda­ríkj­un­um árið 2028. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Sporðdreki

Sign icon Samskiptafærni þín hefur verið með mesta móti að undanförnu. Haltu þig við efnið og leyfðu þeim hlutum sem þér koma ekki við að hafa sinn gang.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hug­rún Björns­dótt­ir
3
Ragn­heiður Jóns­dótt­ir
5
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Sporðdreki

Sign icon Samskiptafærni þín hefur verið með mesta móti að undanförnu. Haltu þig við efnið og leyfðu þeim hlutum sem þér koma ekki við að hafa sinn gang.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hug­rún Björns­dótt­ir
3
Ragn­heiður Jóns­dótt­ir
5
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir