Myndband: Óvæntur gestur truflaði tónleika Laufeyjar

Tónlistarkonan Laufey Lín Jónsdóttir heldur áfram að heilla heimsbyggðina.
Tónlistarkonan Laufey Lín Jónsdóttir heldur áfram að heilla heimsbyggðina. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tónlistarkonan Laufey Lín Jónsdóttir heldur áfram að heilla heimsbyggðina upp úr skónum. Það hefur verið nóg um að vera hjá tónlistarkonunni að undanförnu, en hún er á tónleikaferðalagi um heiminn um þessar mundir.

Á dögunum lenti Laufey í óvæntu atviki á tónleikum sínum og deildi því með fylgjendum sínum á samfélagsmiðlum sem eru yfir tíu milljón talsins þvert á miðla hennar. 

Í myndbandi sem Laufey birti á TikTok-reikningi sínum sést hún spila lagið Dreamer af plötunni Bewitched, sem hún hlaut Grammy-verðlaun fyrir í byrjun árs. Skyndilega hættir Laufey að syngja og kippist til. „Guð minn góður, það er bjalla,“ segir Laufey svo og hlær, en hún reynir svo að koma bjöllunni í burt sem gekk brösuglega til að byrja með. 

Atvikið hefur vakið mikla lukku á samfélagsmiðlum, en af myndbandinu að dæma virtust tónleikagestir skemmta sér konunglega og hlógu að atvikinu. Laufey vitnar svo í texta lagsins og skrifar við myndbandið: „Enginn mun drepa draumórana innra með mér nema þessi bjalla sem réðst á mig í miðju lagi.“

@laufey

never a dull moment at a laufey concert 🪿

♬ original sound - laufey
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert ánægður með að fá það til baka sem þú hefur lánað og þetta kennir þér að lána ekki hluti sem þér eru kærir. Makinn mun koma þér á óvart næstu daga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofia Rutbäck Eriksson
2
Torill Thorup
3
Sarah Morgan
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert ánægður með að fá það til baka sem þú hefur lánað og þetta kennir þér að lána ekki hluti sem þér eru kærir. Makinn mun koma þér á óvart næstu daga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofia Rutbäck Eriksson
2
Torill Thorup
3
Sarah Morgan
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir