Líffræðileg móðir Biles biður um fyrirgefningu

Simone Biles með eina af gullmedalíum sínum á Ólympíuleikunum í …
Simone Biles með eina af gullmedalíum sínum á Ólympíuleikunum í París. AFP/Loic Venance

Shannon Biles, líf­fræðileg móðir fim­leika­stjörn­unn­ar Simo­ne Biles, seg­ist vilja end­ur­vekja sam­band þeirra mæðgna, en þær hafa verið í litl­um sem eng­um sam­skipt­um frá því Shannon missti for­ræði yfir börn­un­um sín­um þegar Simo­ne var þriggja ára göm­ul. 

Shannon hef­ur opnað sig um það hvernig fíkni­sjúk­dóm­ur­inn og áfeng­is­drykkj­an kostaði hana börn­in sín og seg­ist hafa verið kom­in í gríðarleg fjár­hags­leg vand­ræði. Sjálf hef­ur Simo­ne sagt að hún muni eft­ir því að móðir henn­ar hafi stöðugt lent í fang­elsi. Þá lýsti hún því líka að stund­um hafi ekk­ert verið til að borða á heim­il­inu. 

Amma og afi gripu í taum­ana

Shannon kynnt­ist föður Simo­ne, Kel­vin Clemons, þegar þau voru á ung­lings­aldri. Þau hafa bæði glímt lengi við fíkni­sjúk­dóma og leiddu veik­indi þeirra til þess að þau misstu for­ræði yfir börn­un­um sín­um fjór­um. Syst­urn­ar Simo­ne og Adria voru ætt­leidd­ar af for­eldr­um Shannon, Ronald og Nellie Biles, og á sama tíma voru eldri börn­in þeirra tvö, Ashley og Tevin, ætt­leidd af syst­ur afa þeirra. 

Nellie og Ronald gáfu systr­un­um nýtt líf í borg­inni Hou­st­on í Texas-fylki í Banda­ríkj­un­um, en þá var Simo­ne sex ára. Síðan þá hef­ur hún kallað hjón­in mömmu sína og pabba. 

„Það tók mig sex ár að sjá börn­in mín aft­ur,“ seg­ir Shannon. Það var erfitt að láta frá mér börn­in, en ég gerði það sem ég þurfti að gera. Ég gat ekki hugsað um þau, ég var ennþá í neyslu og faðir minn vildi ekki að ég kæmi inn í líf þeirra þegar ég var veik,“ bæt­ir Shannon við.

Vill að Simo­ne eigi frum­kvæðið

Shannon, sem seg­ist vera edrú, hef­ur verið á upp­leið síðan 2022 og starfar nú í mat­vöru­versl­un. Hún held­ur því fram að hún sé breytt mann­eskja og vill ólm end­ur­vekja sam­bandið við börn­in sín. 

Þrátt fyr­ir að vera með síma­núm­er Simo­ne vill Shannonn að dótt­ir sín hafi sam­band við sig af fyrra bragði.

„Ég vil að hún hafi sam­band við mig. Hún er núna 27 ára og gift. Ég hefði viljað vera hluti af því, en ég þarf bara að bíða eft­ir henni,“ seg­ir Shannon. „Ég heyri bara af henni í gegn­um föður minn,“ bæt­ir hún við.

Fór ekki með til Par­ís­ar

Shannon horfði á dótt­ur sína slá sögu­leg met á ný­af­stöðnum Ólymp­íu­leik­um í Par­ís heim­an frá sér. Hún seg­ist vera gríðarlega stolt af Simo­ne og að hún elski hana mikið. Í kjöl­farið hef­ur hún beðið Simo­ne um að fyr­ir­gefa sér og von­ast eft­ir tæki­færi til að byrja upp á nýtt. 

„Ég vil setj­ast niður með þér, tala sam­an og svara öll­um spurn­ing­um sem þú hef­ur. Ég veit ekki hvað hef­ur verið sagt við þig en ég vil að þú fáir að vita allt,“ seg­ir Shannon. 

Page Six

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Það liggur ekkert á og þú átt á hættu að gera alvarleg mistök í öllum þessum hamagangi. Mundu að áhyggjur eru eins og ruggustóll.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Það liggur ekkert á og þú átt á hættu að gera alvarleg mistök í öllum þessum hamagangi. Mundu að áhyggjur eru eins og ruggustóll.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
Loka