Tommy Fury og Molly-Mae Hague eru hætt saman

Love Island- stjörnuparið Tommy Fury og Molly-Mae.
Love Island- stjörnuparið Tommy Fury og Molly-Mae. Skjáskot/Instagram

Love Island-stjörnuparið Tommy Fury og Molly-Mae Hague eru hætt saman. Þetta staðfestir parið á Instagram-reikningum sínum í dag. Þau segjast bæði vera miður sín. 

Parið hefur nú bundið enda á fimm ára ástarsamband sitt sen saman eiga þau eins árs gömlu dótturina Bambi. Aðeins nokkrum vikum eftir fæðingu dótturinnar bað Fury Molly-Mae um að kvænast sér á afar rómantískan máta.

Í Instagram-færslu segir Hague að hún sé algjörlega í uppnámi yfir hvernig samband þeirra endaði en að hún segist alltaf muni vera þakklát fyrir allar góðu minningarnar og að dóttir þeirra Bambi sé í forgangi.

Instagramfærslan frá Molly-Mae Hague.
Instagramfærslan frá Molly-Mae Hague. Skjáskot/Instagram

Fury tekur í sama streng og biður fylgjendur sína um að virða einkalíf fjölskyldunnar í gegnum þessa erfiðu tíma. 

Instagramfærslan frá Tommy Fury.
Instagramfærslan frá Tommy Fury. Skjáskot/Instagram

Sögusagnir um sambandsslit Fury og Hague fóru á kreik í júní síðastliðinn en sambandið hefur verið áberandi í fjölmiðlum allt frá því Fury sást dansa við aðra konu á skemmtistað í Dúbaí í desember í fyrra. Síðan þá hefur Fury sést oftar en einu sinni án trúlofunarhringsins.

Parið fundu hvort annað í sjónvarpsþáttunum Love Island árið 2019 en nú er ástarævintýrið á enda. 

View this post on Instagram

A post shared by Molly-Mae Hague (@mollymae)

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert ekki til stórræðanna fyrri part dags en munt bæta það upp seinnipartinn. Farðu hægt í sakirnar, snöggar breytingar endast styttra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Karin Härjegård
5
Unnur Lilja Aradóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert ekki til stórræðanna fyrri part dags en munt bæta það upp seinnipartinn. Farðu hægt í sakirnar, snöggar breytingar endast styttra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Karin Härjegård
5
Unnur Lilja Aradóttir