Hélt Tommy Fury framhjá Molly-Mae Hague?

Molly-Mae Hague og Tommy Fury ásamt dóttur sinni, Bambi.
Molly-Mae Hague og Tommy Fury ásamt dóttur sinni, Bambi. Skjáskot/Instagram

Aðdáendur Love Island-stjarnanna Molly-Mae Hague og Tommy Fury voru vægast sagt í áfalli í gær þegar parið greindi frá því að þau hefðu slitið trúlofun sinni eftir fimm ára samband. 

Internetið fór á hliðina þegar parið sendi frá sér tilkynningu um sambandsslitin á Instagram, en þau birtu sitt hvorn textann á „story“ á Instagram og hafa aðdáendur þeirra reynt að lesa á milli línanna í von um að átta sig betur á því hvað hafi ollið sambandsslitunum, en þau komu flestum að óvörum. 

Í yfirlýsingu sinni skrifaði Hague: „Aldrei á milljón árum hélt ég að ég þyrfti nokkurn tíman að skrifa þetta.“ Hún bætti svo við: „Eftir fimm ára samband hafði ég aldrei ímyndað mér að saga okkar myndi enda, sérstaklega ekki á þennan hátt.“

Margir hafa rýnt í textann og þykir Hague gefa í skyn að sambandsslitin hafi einnig komið henni á óvart og hafi endað illa, en einhverjir hafa velt því fyrir sér hvort Fury hafi haldið framhjá Hague. Það hefur þó ekki verið staðfest.

Hafði áhyggjur af því að Fury myndi halda framhjá 

Hague og Fury kynntust í raunveraleikaþáttunum Love Island, en þau voru þátttakendur í fimmtu seríu þáttanna vinsælu og höfnuðu í öðru sæti. Í kjölfarið urðu þau gífurlega vinsæl á samfélagsmiðlum þar sem þau hafa leyft aðdáendum að fylgjast náið með lífi sínu.

Í ársbyrjun 2023 eignuðust Hague og Fury sitt fyrsta barn saman, dótturina Bambi, og síðar sama ár fór Fury á skeljarnar og bað Hague. 

Samband þeirra hefur þó ekki bara verið dans á rósum, en Fury er hnefaleikakappi og hefur eytt talsverðum tíma fjarri fjölskylduheimili þeirra, bæði vegna keppna og æfingabúða erlendis. Sumarið 2023 birti Hague myndband þar sem hún sagðist óttast það að Fury væri að halda framhjá henni, en myndbandið birtist aðeins nokkrum klukkustundum áður en þau trúlofuðu sig. Hún viðurkenndi að hún væri orðin áhyggjufull eftir að hún sá að Fury var orðinn stressaður að leyfa henni að fá símann sinn. 

Í nóvember 2023 birtust svo myndbönd af Fury á TikTok þar sem hann sást djamma með annarri konu. Myndbandið vakti mikla reiði á samfélagsmiðlum og í kjölfarið fóru á flug sögusagnir um erfiðleika í sambandi parsins, en eftir að myndbandið fór á flug sást Hague nokkrum sinnum án trúlofunarhringsins. 

Voru byrjuð að skipuleggja „brúðkaup ársins“ 2025

Fyrir rúmum tveimur mánuðum blés Hague á allar sögusagnir þegar hún tilkynnti að þau væri byrjuð að skipuleggja brúðkaup árið 2025 og að þau væru nánari en nokkru sinni fyrr eftir að hafa orðið foreldrar. 

Í síðasta Youtube-myndbandi sem Hague deildi viðurkenndi hún að hafa verið ein með dóttur sína undanfarnar vikur. Hún sagði Fury hafa verið að mestu fjarverandi frá fjölskylduheimili þeirra á meðan hann væri að taka upp hljóðbók sína. „Í rauninni hef ég verið ein að sjá um uppeldið í svona tvær vikur núna, fyrst og fremst vegna þess að hann hefur bara verið svo upptekinn,“ sagði hún í myndbandinu. 

Þrátt fyrir fjarveruna hrósaði hún Fury í hástert í myndbandinu og sagði hann vera frábæran pabba. „Þegar hann er kominn heim úr vinnu og svoleiðis er hann svo ótrúlegur og svo hjálpsamur. Ég get ekki sagt annað, hann er svo ótrúlegur pabbi,“ sagði hún. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samtal við einhvern þér eldri og vitrari, hugsanlega um heimspeki eða trúmál, getur orðið þér lærdómsríkt. Notaðu daginn til þess að sletta úr klaufunum, láta hugann reika og slappa af.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samtal við einhvern þér eldri og vitrari, hugsanlega um heimspeki eða trúmál, getur orðið þér lærdómsríkt. Notaðu daginn til þess að sletta úr klaufunum, láta hugann reika og slappa af.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir