Sagður hafa haldið ítrekað framhjá Hague

Tommy Fury og Molly-Mae Hague.
Tommy Fury og Molly-Mae Hague. Skjáskot/Instagram

Love Is­land-stjörn­urn­ar Molly Mae-Hague og Tommy Fury hafa verið á allra vör­um síðastliðinn sól­ar­hring, en þau greindu frá því í gær að þau hefðu slitið trú­lof­un sinni eft­ir fimm ára sam­band. 

Aðdá­end­ur fyrr­ver­andi pars­ins voru væg­ast sagt í áfalli þegar fregn­irn­ar bár­ust, en í kjöl­farið fóru hinar ýmsu vanga­velt­ur og kenn­ing­ar um sam­bands­slit­in á flug á sam­fé­lags­miðlum sem flest­ar beind­ust að meintu fram­hjá­haldi Fury, en litl­ar sann­an­ir voru fyr­ir hendi.

Sam­kvæmt fréttamiðlin­um The Sun hafa nýj­ar upp­lýs­ing­ar komið fram í dags­ljósið og nú er Fury sagður hafa haldið ít­rekað fram­hjá Hague með mörg­um mis­mun­andi kon­um. „Molly-Mae veit núna að Tommy var henni ótrúr. Hún held­ur að það hafi gerst oft. Svo virðist sem hann hafi leikið laus­um hala þegar hann vissi að fólk myndi ekki þekkja hann,“ seg­ir heim­ildamaður The Sun.

„Molly-Mae er gríðarlega sorg­mædd og seg­ist al­veg bú­ast við því að aðrar kon­ur ætli að stíga fram og segja henni að hann hafi verið ótrúr,“ bætti hann við. 

Þá hef­ur Fury verið sakaður um að hafa barnað aðra konu, áhrifa­vald­inn Lissie Rhodes, sem eignaðist á dög­un­um barn. Fjöl­skylda og vin­ir Fury hafa þver­tekið fyr­ir þær sögu­sagn­ir, en sjálf rauf Rhodes þögn­ina og sagði Fury ekki vera faðir­inn á TikT­ok.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Krabbi

Sign icon Það er ekki rétt að taka þýðingarmiklar ákvarðanir án þess að afla allra staðreynda og gera sér grein fyrir afleiðingunum. Reyndu taka til hendinni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Satu Rämö
3
Sigrún Elías­dótt­ir
4
Jón­ína Leós­dótt­ir
5
Vi­veca Sten
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Krabbi

Sign icon Það er ekki rétt að taka þýðingarmiklar ákvarðanir án þess að afla allra staðreynda og gera sér grein fyrir afleiðingunum. Reyndu taka til hendinni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Satu Rämö
3
Sigrún Elías­dótt­ir
4
Jón­ína Leós­dótt­ir
5
Vi­veca Sten
Loka