Brad Pitt borðaði í Dalakofanum

Bandaríski stórleikarinn Brad Pitt gladdi heldur betur starfsmenn í Dalakofanum í Laugum í Reykjadal í gær. Rúllaði hann í hlaðið á mótorhjóli ásamt þremur öðrum mönnum.

Guðrún Dwayne Boyd, annar eigandi Dalakofans, eldaði hamborgarana ofan í Pitt og félaga og segir að þeir hafi verið alsælir með matinn.

Brad Pitt fékk sér hamborgara, salat og pepsi og var ánægður með matinn. Heimsóknin varði í um klukkutíma.

„Við erum eiginlega svolítið dofnar. Við erum eiginlega að fatta það í morgun að hann hafi verið hérna,“ segir Guðrún, spurð að því hvernig starfsmenn hafi brugðist við.

Í myndskeiðinu að ofan má sjá þegarBrad Pitt fer af stað í burtu frá Dalakofanum. 

Brad Pitt fékk sér hamborgara, salat og pepsi og var …
Brad Pitt fékk sér hamborgara, salat og pepsi og var ánægður með matinn. Samsett mynd

Fékk að vera í friði

Guðrún segir að starfsmenn hafi komið fram við hann eins og hvern annan kúnna og að aðrir viðskiptavinir hafi látið hann í friði.

„Hann fékk bara alveg að vera í friði,“ segir Guðrún.

Brad Pitt var með sólgleraugu og húfu og því var ekki augljóst við fyrstu sýn hvort að um hann væri að ræða en svo tók hann af sér sólgleraugun og þá var ekki lengur vafi á því.

„Þá fór það ekkert fram hjá okkur“

„Þetta var nú bara þannig að það var einn starfsmaður hérna sem fylgdi þeim til borðs og lætur þá bara fá matseðil og svo fer hún bara. Svo er ég að fara mat á borðið við hliðina á þeim og var svona samt ekkert alveg viss hvort að þetta væri hann því hann var með húfu og sólgleraugu hérna inni,“ segir hún.

Guðrún fór svo af veitingastaðnum og að afgreiða í versluninni tímabundið.

„Svo kem ég til baka og þá er hann búinn að taka af sér sólgleraugun. Þá fór það ekkert fram hjá okkur að þetta væri hann,“ segir hún.

Þegar hann og vinir hans lögðu af stað í burtu þá fóru nokkrir viðskiptavinir á fætur til að fylgjast með því hvert Pitt væri að fara.

Dalakofinn í Laugum.
Dalakofinn í Laugum. Skjáskot/dalakofinn.is
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ættir að eiga betra með að einbeita þér nú þegar þú hefur sett þér takmark. Sinntu því skyldum þínum af kostgæfni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Karin Härjegård
5
Unnur Lilja Aradóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ættir að eiga betra með að einbeita þér nú þegar þú hefur sett þér takmark. Sinntu því skyldum þínum af kostgæfni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Karin Härjegård
5
Unnur Lilja Aradóttir