Opnar sig um umdeilda viðtalið við Blake Lively

Norski blaðamaðurinn Kjersti Flaa hefur opnað sig um umdeilda viðtalið …
Norski blaðamaðurinn Kjersti Flaa hefur opnað sig um umdeilda viðtalið sem hún tók við leikkonuna Blake Lively árið 2016. Samsett mynd

Norski blaðamaður­inn Kjersti Flaa hef­ur opnað sig um um­deilda viðtalið við leik­kon­una Bla­ke Li­vely frá ár­inu 2016 sem hef­ur valdið miklu fjaðrafoki á sam­fé­lags­miðlum síðustu daga.

Li­vely hef­ur verið á allra vör­um og verið harðlega gagn­rýnd fyr­ir hegðun sína í kynn­ing­ar­her­ferð kvik­mynd­ar­inn­ar It Ends With Us sem hún fer með aðal­hlut­verk í. Þá hafa eldri viðtöl verið graf­in upp þar sem Li­vely þykir vera dóna­leg við fjöl­miðlafólk og mót­leik­ara sína. 

Seg­ir tíma­setn­ing­una al­gjöra til­vilj­un

Flaa tók viðtal við Li­vely og mót­leik­ara henn­ar, Par­ker Pos­ey, fyr­ir kvik­mynd­ina Cafe Society árið 2016. Hún ákvað að hlaða mynd­band­inu upp á YouTu­be fyr­ir níu dög­um síðan, en það hef­ur farið eins og eld­ur um sinu á sam­fé­lags­miðlum og þegar fengið yfir 3,2 millj­ón­ir áhorfa. 

Í viðtali við TMZ seg­ir Flaa það hafa verið fyr­ir al­gjöra til­vilj­un að hún hafi ákveðið að deila mynd­band­inu á þess­um tíma­punkti og seg­ist ekki hafa vitað af drama­tík­inni sem væri í gangi í kring­um It Ends With Us

„Ég hef aldrei hlaðið þessu viðtali upp á YouTu­be vegna þess að ég skammaðist mín fyr­ir það,“ seg­ir Flaa í viðtal­inu. „Ég skammaðist mín í fyrstu vegna þess að ég vissi ekki hvað hefði gerst, ég vissi ekki hvað ég sagði sem var svona slæmt að hún og Par­ker hegðuðu sér svona.“

„En svo hugsaði ég, þú veist, mér finnst mik­il­vægt að láta fólk vita að þetta ger­ist stund­um og kannski get­ur það hjálpað eða komið í veg fyr­ir að þetta ger­ist aft­ur. Ein­hver sagði við mig: „Ó, það er fyndið að þú sért að gera þetta núna, hef­urðu séð hina deil­una sem er í gangi?“ og satt best að segja hafði ég ekki séð neitt um það,“ bæt­ir hún við.

„Var aug­ljós­lega ekki ófrísk og gat aldrei orðið ófrísk“

Í byrj­un viðtals­ins óskaði Flaa leik­kon­unni, sem var ófrísk að sínu öðru barni, til ham­ingju með óléttu­kúl­una. Li­vely virt­ist pirruð yfir um­mæl­un­um og óskaði blaðamann­in­um kald­hæðnis­lega til ham­ingju með sína „óléttu­kúlu“ en hún var þó ekki ófrísk. 

Flaa greindi frá því í sam­tali við DailyMail að um­mæli Li­vely hafi verið sér­stak­lega sær­andi vegna þess að hún get­ur ekki orðið þunguð. „Satt að segja var at­huga­semd­in sér­stak­lega sár vegna þess að ég var aug­ljós­lega ekki ófrísk og gat aldrei orðið ófrísk svo fyr­ir mig var þessi at­huga­semd eins og byssukúla,“ seg­ir hún. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ástvinir átta sig ekki á því hvað þú ert að fara eða misskilja þig alfarið. Stjörnurnar greiða leið þína þegar þú leitar þér sálrænnar hjálpar. Sjaldan veldur einn þá tveir deila.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Satu Rämö
3
Sigrún Elías­dótt­ir
4
Jón­ína Leós­dótt­ir
5
Lotta Lux­en­burg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ástvinir átta sig ekki á því hvað þú ert að fara eða misskilja þig alfarið. Stjörnurnar greiða leið þína þegar þú leitar þér sálrænnar hjálpar. Sjaldan veldur einn þá tveir deila.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Satu Rämö
3
Sigrún Elías­dótt­ir
4
Jón­ína Leós­dótt­ir
5
Lotta Lux­en­burg