Opnar sig um umdeilda viðtalið við Blake Lively

Norski blaðamaðurinn Kjersti Flaa hefur opnað sig um umdeilda viðtalið …
Norski blaðamaðurinn Kjersti Flaa hefur opnað sig um umdeilda viðtalið sem hún tók við leikkonuna Blake Lively árið 2016. Samsett mynd

Norski blaðamaðurinn Kjersti Flaa hefur opnað sig um umdeilda viðtalið við leikkonuna Blake Lively frá árinu 2016 sem hefur valdið miklu fjaðrafoki á samfélagsmiðlum síðustu daga.

Lively hefur verið á allra vörum og verið harðlega gagnrýnd fyrir hegðun sína í kynningarherferð kvikmyndarinnar It Ends With Us sem hún fer með aðalhlutverk í. Þá hafa eldri viðtöl verið grafin upp þar sem Lively þykir vera dónaleg við fjölmiðlafólk og mótleikara sína. 

Segir tímasetninguna algjöra tilviljun

Flaa tók viðtal við Lively og mótleikara hennar, Parker Posey, fyrir kvikmyndina Cafe Society árið 2016. Hún ákvað að hlaða myndbandinu upp á YouTube fyrir níu dögum síðan, en það hefur farið eins og eldur um sinu á samfélagsmiðlum og þegar fengið yfir 3,2 milljónir áhorfa. 

Í viðtali við TMZ segir Flaa það hafa verið fyrir algjöra tilviljun að hún hafi ákveðið að deila myndbandinu á þessum tímapunkti og segist ekki hafa vitað af dramatíkinni sem væri í gangi í kringum It Ends With Us

„Ég hef aldrei hlaðið þessu viðtali upp á YouTube vegna þess að ég skammaðist mín fyrir það,“ segir Flaa í viðtalinu. „Ég skammaðist mín í fyrstu vegna þess að ég vissi ekki hvað hefði gerst, ég vissi ekki hvað ég sagði sem var svona slæmt að hún og Parker hegðuðu sér svona.“

„En svo hugsaði ég, þú veist, mér finnst mikilvægt að láta fólk vita að þetta gerist stundum og kannski getur það hjálpað eða komið í veg fyrir að þetta gerist aftur. Einhver sagði við mig: „Ó, það er fyndið að þú sért að gera þetta núna, hefurðu séð hina deiluna sem er í gangi?“ og satt best að segja hafði ég ekki séð neitt um það,“ bætir hún við.

„Var augljóslega ekki ófrísk og gat aldrei orðið ófrísk“

Í byrjun viðtalsins óskaði Flaa leikkonunni, sem var ófrísk að sínu öðru barni, til hamingju með óléttukúluna. Lively virtist pirruð yfir ummælunum og óskaði blaðamanninum kaldhæðnislega til hamingju með sína „óléttukúlu“ en hún var þó ekki ófrísk. 

Flaa greindi frá því í samtali við DailyMail að ummæli Lively hafi verið sérstaklega særandi vegna þess að hún getur ekki orðið þunguð. „Satt að segja var athugasemdin sérstaklega sár vegna þess að ég var augljóslega ekki ófrísk og gat aldrei orðið ófrísk svo fyrir mig var þessi athugasemd eins og byssukúla,“ segir hún. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn fyrir skipulagningu heimilisins sem setið hefur á hakanum undanfarna mánuði. Forðastu að gera of mikið, þú átt það til að fara yfir strikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Solja Krapu-Kallio
4
Torill Thorup
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn fyrir skipulagningu heimilisins sem setið hefur á hakanum undanfarna mánuði. Forðastu að gera of mikið, þú átt það til að fara yfir strikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Solja Krapu-Kallio
4
Torill Thorup
5
Sarah Morgan