Gömul ástarbréf og enginn kaupmáli

Bennifer munu nú að skilja og leitast við að finna …
Bennifer munu nú að skilja og leitast við að finna hamingjuna í sitt hvoru lagi. AFP

Jennifer Lopez hefur sótt um skilnað frá Ben Affleck. Fjölmiðlar vestanhafs keppast nú um að greina hvað það var sem fór úrskeiðis í þeirra hjónabandi. 

Samkvæmt Daily Mail þá á heimildarmynd Lopez The Greatest Love Story Never Told að hafa sett mikið álag á hjónabandið og valdið deilum. Þar á Affleck að hafa komið að starfsfólki Lopez að blaða í gegnum gömul ástarbréf hans til hennar í leit að innblæstri að lögum fyrir næstu hljómplötu hennar.

Affleck hafði geymt umrædd ástarbréf frá því þegar þau byrjuðu fyrst saman og hafði síðar látið binda þau inn í bók og gefið Lopez þegar þau hófu aftur ástarsamband 17 árum síðar.

Í heimildarmyndinni lét Affleck það í ljós að hann hefði kosið að halda þessum bréfum frá öðru fólki.

„Það að halda einhverju prívat gerir hlutina sérstaka og heilaga,“ sagði Affleck í heimildarmyndinni.

„Þetta er bók sem Ben gaf mér þegar við vörðum fyrstu jólunum okkar saman á ný. Þetta er hvert einasta bréf frá því fyrir tuttugu árum til dagsins í dag.“

Geymdi bréfin þrátt fyrir að vera giftur annarri

Athygli vekur að Affleck geymdi bréfin þrátt fyrir að hafa verið um tíma giftur Jennifer Garnar í þrettán ár. Í heimildarmyndinni var þó ítrekað að Garner væri mjög ánægð fyrir þeirra hönd.

„Ben myndi heldur kjósa að fólk vissi ekki um ástarbréfin en hann er mjög rómantískur í eðli sínu og þó að hann hafi vissulega elskað Garner þá var hann aldrei búinn að jafna sig á Lopez. Hann varðveitir allar minningar vel,“ segir heimildarmaður í samtali við Daily Mail um ástarbréfin á sínum tíma.

Enginn kaupmáli

Sagt er að hjónin hafi ekki skrifað undir kaupmála áður en þau gengu í hjónaband árið 2022. Þetta er fjórða hjónaband Lopez sem fer í hundana og annað hjónaband Affleck.

Vinir Lopez segja að hún þurfi að vinna í sjálfri sér og eru orðnir þreyttir á kaótísku ástarlífi hennar. Hún þurfi að komast að því hver hún sé og hvert hún stefni í framtíðinni.

„Jennifer var orðin þreytt á hvernig Affleck niðurlægði hana sífellt með að þykjast vera betri og merkilegri. Hún beið með að sækja um skilnað þar til þau áttu tveggja ára brúðkaupsafmæli því hún vildi særa hann. Það virkaði samt ekki því Affleck er fyrir löngu orðinn þreyttur á henni,“ segir heimildarmaður. Þá er sagt að hann hafi ekki sýnt nokkurn vilja til þess að bjarga hjónabandinu sem hafi ollið Lopez sárum vonbrigðum.

Ef enginn kaupmáli er til staðar þá ber þeim að skipta jafnt því sem þau þénuðu á meðan á hjónabandinu stóð. Lopez hefur t.d. leikið í fjórum kvikmyndum og hann í tveimur auk þess sem hann framleiddi eina kvikmynd. Lopez sækist ekki eftir meðlagi frá Affleck og hefur sótt um að dómstólar neiti Affleck um samskonar stuðning frá henni.

Samkvæmt heimildum BBC hefur Lopez 60 daga til þess að upplýsa um fjárhagsstöðu sína og Affleck fær einnig 60 daga til viðbótar eftir að Lopez hefur lagt sín gögn fram. Renni þau út á tíma þá eiga þau á hættu að þurfa að greiða háar sektir.

„Ef hjón eru ekki sammála um hvernig á að skipta eignum þá mun dómari meta og skipta öllu samkvæmt lögum. Sum ríki skipta eignum jafnt en önnur eftir sanngirni frekar en hnífjafnt.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú átt erfitt með samskipti þín við opinberar stofnanir í dag. Stefndu alltaf að því að gera þitt besta.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú átt erfitt með samskipti þín við opinberar stofnanir í dag. Stefndu alltaf að því að gera þitt besta.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir