Jennifer Lopez sækir um skilnað

Lopez og Affleck meðan allt lék í lyndi.
Lopez og Affleck meðan allt lék í lyndi. AFP

Jennifer Lopez hefur sótt um skilnað frá Ben Affleck samkvæmt bandarískum fjölmiðlum.

Þau giftu sig við hátíðlega athöfn í júlí 2022. Ekki er vitað hvort kaupmáli hafi verið til staðar en ýmsir heimildarmenn slúðurveitunnar TMZ segja að svo hafi ekki verið.

„Hún reyndi sitt allra besta til að láta hlutina ganga upp og er í ástarsorg,“ sagði heimildarmaður við People. „Börnin eru í forgangi, eins og alltaf.“

Að sögn fjölmiðla þá sótti Lopez sjálf um skilnaðinn í stað þess að láta lagateymi sitt standa að því og tæknilega fer hún því sjálf fyrir málinu.

Lopez og Affleck eiga langa sögu sundur og saman. Þau voru áður trúlofuð og ætluðu að gifta sig í september 2003 en hættu svo saman í byrjun árs 2004. Þau voru svo vinir og byrjuðu aftur saman 17 árum síðar.

Bennifer ei meir.
Bennifer ei meir. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú átt erfitt með samskipti þín við opinberar stofnanir í dag. Stefndu alltaf að því að gera þitt besta.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú átt erfitt með samskipti þín við opinberar stofnanir í dag. Stefndu alltaf að því að gera þitt besta.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir