Kaleo sló í gegn hjá Jimmy Kimmel

Jökull Júlíusson, söngvari, gítarleikari og lagahöfundur í hljómsveitinni Kaleo.
Jökull Júlíusson, söngvari, gítarleikari og lagahöfundur í hljómsveitinni Kaleo. Ljósmynd/Aðsend

Íslenska hljómsveitin Kaleo kom fram í spjallþætti Jimmy Kimmel Live í gærkvöldi. Þar fluttu þeir lagið Rock N Roller af plötunni Kaleo sem kom út árið 2013 við frábærar undirtektir. 

Gestastjórnandi þáttarins, dragdrottningin RuPaul Andre Charles, kynnti hljómsveitina á svið, en í þættinum komu einnig fram leikarinn Colman Domingo og leikkonan Sanaa Lathan.

Kaleo hefur slegið í gegn um allan heim, en hljómsveitin hefur meðal annars hitað upp fyrir goðsagnirnar í hljómsveitinni Rolling Stones nokkrum sinnum, verið tilnefnd til Grammy-verðlauna fyrir besta rokkflutning ársins, átt tónlist í heimsfrægum þáttum á borð við Suits, Orange is the New Black og Grey's Anatomy og komið fram á stórum tónlistarhátíðum á borð við Coachella, Lollapalooza og Bonnaroo. 

Hljómsveitin hefur verið mikið á ferðalagi undanfarin ár og haldið eftirsótta tónleika um allan heim, en um þessar mundir er sveitin að hefja tónleikaferðalag um Norður-Ameríku og Evrópu sem mun standa út árið. 



mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert ánægður með að fá það til baka sem þú hefur lánað og þetta kennir þér að lána ekki hluti sem þér eru kærir. Makinn mun koma þér á óvart næstu daga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofia Rutbäck Eriksson
2
Torill Thorup
3
Sarah Morgan
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert ánægður með að fá það til baka sem þú hefur lánað og þetta kennir þér að lána ekki hluti sem þér eru kærir. Makinn mun koma þér á óvart næstu daga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofia Rutbäck Eriksson
2
Torill Thorup
3
Sarah Morgan
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir