Óttaðist stöðugt að vera að missa af einhverju

Greta Salóme Stefánsdóttir er gestur Sölva Tryggvasonar.
Greta Salóme Stefánsdóttir er gestur Sölva Tryggvasonar. Mbl.is/Mynd aðsend

Tón­list­ar­kon­an Greta Salóme Stef­áns­dótt­ir seg­ist hafa þjáðst af ótta við að vera að missa af ein­hverju stór­an hluta lífs síns. Greta, sem er nýj­asti gest­ur­inn í podcasti Sölva Tryggva­son­ar, seg­ir að líf henn­ar hafi gjör­breyst í alla staði við að verða móðir og hún upp­lifi áður óþekkt jafn­vægi. 

„Ég myndi segja að ég hafi þjáðst af ótt­an­um við að vera að missa af ein­hverju á nán­ast öll­um sviðum lífs míns. Það var eitt­hvað inn­byggt eirðarleysi sem var alltaf að elta mig. En ég hef aldrei upp­lifað þetta jafn­lítið og núna síðustu árin. Það er kom­in ein­hver innri ró og þessi lífs­föru­naut­ur minn að þjást af „FOMO“ (fear of missing out) hef­ur eig­in­lega bara yf­ir­gefið mig. Nú finnst mér ekk­ert betra en að hafa ekk­ert á dag­skránni og vera bara heima með fólk­inu mínu og njóta þess að vera í stað og stund,”  seg­ir Greta, sem seg­ir að stór hluti af ástæðunni sé lík­lega það að hafa orðið móðir og stofnað fjöl­skyldu. Það hafi breytt henni á all­an hátt:

„En ég held að Covid tíma­bilið hafi líka haft já­kvæð áhrif á mig. Það tíma­bil togaði mig niður á jörðina. Ekki bara var ég ekki að koma fram eða túra, held­ur var eng­inn ann­ar að gera það held­ur. Þá fann maður svo inni­lega að maður var ekki að missa af neinu. Það varð ein­hver jarðteng­ing á þess­um tíma sem var byrj­un­in á því ferli fyr­ir mig að æfa mig í að njóta þess að vera í nú­inu og átta mig fyr­ir al­vöru á því að ég væri ekki að missa af neinu.”

Með ælu á öxl­un­um

Í þætt­in­um ræða Sölvi og Greta líka um þátt fé­lags­miðla og síma og hvernig sá sam­an­b­urður sem óhjá­kvæmi­lega verður til geti haft nei­kvæð áhrif á fólk:

„Við meg­um ekki gleyma því að við erum mötuð af hápunkt­um lífs annarra all­an dag­inn. Venju­leg­ur dag­ur í lífi móður til dæm­is. Þú sérð mynd eða mynd­band af því þegar hún tek­ur barnið upp og kyss­ir það og barnið er ró­legt og er klætt í fínu föt­in sín. En raun­veru­leik­inn er meira að þú ert að skipta á bleyj­um all­an dag­inn og ert með ælu á þér og hef­ur ekki tíma til að hafa hreint eða gera þig sæta. En við sjá­um bara pínu­lítið augna­blik sem er hannað fyr­ir sjón­ræna ánægju fyr­ir aðra og svo erum við mötuð af þessu all­an dag­inn og ber­um það sam­an við okk­ar líf. Við meg­um ekki gleyma því að þetta er ekki endi­lega raun­veru­leik­inn. Ung­lings­stelp­ur til dæm­is eru marg­ar að fara í gegn­um mik­inn kvíða út af þessu. En þó að maður hafi áhyggj­ur af þess­ari þróun er ég samt bjart­sýn. Mér finnst meiri meðvit­und um þetta núna en áður og ég held að það sé orðin til bylgja hjá ungu fólki sem er ekk­ert sér­stak­lega spennt fyr­ir sam­fé­lags­miðlum. Ég trúi því að við mun­um fara í rétta átt þegar kem­ur að sta­f­rænu heil­brigði. Það er mjög margt já­kvætt að ger­ast hjá ungu kyn­slóðinni sem við heyr­um ekk­ert endi­lega um í frétt­um á hverj­um degi.”

Sturluð full­komn­un­ar­árátta

Greta seg­ist alla tíð hafa verið með mikla full­komn­un­ar­áráttu og sett mikl­ar kröf­ur á sjálfa sig. Hún seg­ir að áður en hún hafi orðið móðir hafi hún ekki verið með mörg tæki og tól til að kúpla sig burt frá mark­miðum og vinnu, en það hafi breyst:

„Ég var eig­in­lega ekki með nein tæki og tól til að kúpla mig út önn­ur en bara hreyf­ingu, sem varð þá líka aðeins að vinnu, af því að það var part­ur af ímynd og ég var að taka upp æf­ing­arn­ar og fleira. Þannig að þó að hreyf­ing hafi alltaf gert mér gott, þá var líka ákveðin pressa sem ég setti á mig þar. Þessi mark­miðasækni var orðin að fíkn hjá mér. Það breytti bara öllu hjá mér þegar ég eignaðist barn. Þegar ég varð mamma varð það sem ég óttaðist mest að því sem hef­ur gert mér kleyft að lifa líf­inu í miklu meiri sátt við sjálfa mig. Það að verða for­eldri hef­ur tengt mig bæði sjálfri mér, heim­il­inu mínu, mann­in­um mín­um og fjöl­skyld­unni. Ofan á það er ég líka miklu tengd­ari nú­inu. Það er svo magnað að það sem ég hélt að yrði hindr­un í að ná mark­miðum hef­ur orðið mín mesta hvatn­ing. Ég vildi stund­um óska þess að ég gæti farið 10 ár aft­ur í tím­ann og átt sam­tal við sjálfa mig þá til að út­skýra hvað ég var að sjá vit­laust. Það er magnað að það sem maður óttaðist mest hafi orðið að því sem var best fyr­ir mann. Það hef­ur stækkað til­ver­una á all­an hátt að verða móðir. Það er svo frá­bært að fá að setja sjálfa sig til hliðar og setja alla at­hygl­ina á þetta litla líf.”

Hægt er að horfa á viðtalið hér fyr­ir neðan: 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Mannlegu samskiptin sitja í fyrirrúmi en þú þarft að gæta þess að það komi ekki niður á starfi þínu. Láttu ekki öfund samstarfsmanna þinna hafa áhrif á þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Mannlegu samskiptin sitja í fyrirrúmi en þú þarft að gæta þess að það komi ekki niður á starfi þínu. Láttu ekki öfund samstarfsmanna þinna hafa áhrif á þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar