Danska huldukonan í máli Hague og Fury stígur fram

Danska konan sem Tommy Fury er sagður hafa haldið framhjá …
Danska konan sem Tommy Fury er sagður hafa haldið framhjá með í Makedóníu hefur nú stigið fram. Samsett mynd

Marg­ir voru slegn­ir þegar Love Is­land-stjörn­urn­ar Molly-Mae Hague og Tommy Fury greindu frá því að þau hefðu slitið trú­lof­un sinni í síðustu viku. Fury hef­ur verið sakaður um ít­rekað fram­hjá­hald og nú hef­ur ein kvenn­anna stigið fram.

Í fyrstu virt­ust sam­bands­slit­in vera eins og þruma úr heiðskýru lofti, en nú hafa mikið magn af nýj­um upp­lýs­ing­um komið upp á yf­ir­borðið sem mála skýr­ari mynd af mál­inu.

Strax í síðustu viku fóru sögu­sagn­ir á flug um meint fram­hjá­hald Fury, en hann var sagður hafa haldið ít­rekað fram­hjá Hague, þar á meðal með danskri konu þegar Fury var í fríi ásamt fé­lög­um sín­um í Makedón­íu. 

„Ég á kær­asta heima“

Nú hef­ur danska kon­an stigið fram og greint frá sinni hlið á mál­inu, en hún heit­ir Milla Corfix­en og er tví­tug. Í viðtali við The Sun viður­kenn­ir Corfix­en að hafa skemmt sér með Fury á skemmti­stað í Makedón­íu, en neit­ar að hafa kysst hann. 

„Ég er stelp­an, en ekk­ert gerðist. Við skemmt­um okk­ur bara vel. Ég er dönsk en ég er líka héðan,“ seg­ir hún. „Ég veit ekki hvað hann hef­ur verið að gera en ein­hver önn­ur hlýt­ur að hafa kysst hann. Ég á kær­asta heima.“

Corfix­en seg­ist fyrst hafa hitt Fury á INClusi­ve næt­ur­klúbbn­um þar sem hann var ásamt ör­ygg­is­verði sín­um og vin­um. „Ég talaði ekki við hann þar. Ég og vin­ur minn fór­um fram­hjá þeim og ör­ygg­is­vörður­inn sagði: „Ó, hæ!“ en ég þekkti nokkra af strák­un­um sem stóðu við hliðina á þeim og þeir heyrðu okk­ur tala ensku,“ seg­ir hún. 

Þá seg­ist Corfix­en hafa séð Fury aft­ur á  barn­um Cuba Li­bre, en þar hafi þau spjallað sam­an. „Eini klúbbur­inn sem við vor­um sam­an á var Cuba Li­bre. Við hitt­umst þar með þeim. En ég var bara að spjalla við hann. Þeir buðu okk­ur á borðið hans og við skemmt­um okk­ur og allt það. Við gerðum ekki neitt,“ seg­ir hún. 

Fury hef­ur al­farið neitað ásök­un­um um fram­hjá­hald, en Hague er sögð ótt­ast að danska kon­an sé ein­ung­is topp­ur­inn á ís­jak­an­um. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Bogmaður

Sign icon Sinn er siðurinn í hverju landi. Ræddu málin við lánadrottna og þú munt undrast hversu auðvelt reynist að lagfæra hlutina.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Lotta Lux­en­burg
3
Col­leen Hoo­ver
4
Satu Rämö
5
Guðrún Guðlaugs­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Bogmaður

Sign icon Sinn er siðurinn í hverju landi. Ræddu málin við lánadrottna og þú munt undrast hversu auðvelt reynist að lagfæra hlutina.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Lotta Lux­en­burg
3
Col­leen Hoo­ver
4
Satu Rämö
5
Guðrún Guðlaugs­dótt­ir