Málverkið fauk út í veður og vind

„Fyrst var þetta högg en fljótt sá ég í þessu atviki ákveðna fegurð,“ segir myndlistarmaðurinn kunni Tolli Morthens sem lenti í heldur óvenjulegu atviki á dögunum. Ljósmyndari Morgunblaðsins og mbl.is Árni Sæberg varð vitni að atvikinu.

Tolli hefur að undanförnu farið nokkrar ferðir og málað úti í náttúrunni líkt og Kjarval og fleiri gerðu á sínum tíma en Tolli er að undirbúa sýningu á Menningarnótt þar sem hann sækir efniviðinn í Kerlingarfjöll og Landmannalaugar. 

„Við Árni Sæberg ákváðum að fara í ferð þar sem ég myndi reyna að mála eina mynd til viðbótar fyrir opnun sýningarinnar. Við fórum upp á hrygginn fyrir ofan Frostastaðavatn. Ég kom mér fyrir í hraungjótu með útsýni sem er eins og að sitja á efstu svölum í himnaríki og horfa yfir sviðið. Þar sjást Landmannalaugar, eyrarnar og allt. Ég náði góðum spuna og Árni tók myndir. Okkur þótti dagsverkið gott og settum málverkið aftan í bílinn. Við keyrðum sem leið lá Landmannaleið en eins og gefur að skilja hristist bílinn töluvert á malarveginum.

Tolli með málverkið sem um ræðir og er nú glatað.
Tolli með málverkið sem um ræðir og er nú glatað. mbl.is/Árni Sæberg

Eftir nokkra keyrslu stoppuðum við þar sem Árni vildi taka ljósmynd. Árni fór aftur fyrir bílinn og sagði áhyggjufullur: „Þetta er ekki gott.“ Hann sagði mér að koma og þá var engin mynd í bílnum. Hlerinn aftan í hafði fallið niður og vindurinn gripið myndina.“

Lengri frásögn Tolla og viðbrögð hans við óhappinu er að finna í Morgunblaðinu sem kom út í morgun ásamt þremur myndum frá Árna úr ferðinni. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér léttir þegar búið verður að hreinsa andrúmsloftið á heimilinu. Reyndu ekki að eyðileggja málið með því að þykjast geta sóst eftir meiru.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér léttir þegar búið verður að hreinsa andrúmsloftið á heimilinu. Reyndu ekki að eyðileggja málið með því að þykjast geta sóst eftir meiru.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir