„Smá eins og Jón væri að missa vitið“

„Þetta var örugglega svolítið skrýtið fyrir fólk sem var á svæðinu og þá sem horfðu á þetta í beinni útsendingu,“ segir Ingólfur Páll Ægisson Norðdahl, frá markaðsdeild Símans, í samtali við mbl.is um ræðu Jóns Jónssonar tónlistarmanns á Tónaflóði Rásar 2 í gærkvöldi.

„Það var smá eins og Jón væri að missa vitið.“ 

Áður en strákahljómsveitin IceGuys steig á sviðið fór Jón Jónsson með langa rullu á sviðinu og lýsti yfir sakleysi IceGuys. 

Ný sjónvarpssería IceGuys er væntanleg síðar á árinu.
Ný sjónvarpssería IceGuys er væntanleg síðar á árinu.

Partur af nýrri seríu

„Ég veit að ég og vinir mínir í Iceguys erum ekki hátt skrifaðir hjá ykkur eftir allt sem hefur gengið á en ekki trúa öllu kjaftæði sem þið heyrið, ótrúlegustu öfl hafa verið að vinna gegn okkur...við erum ekki vondir strákar, bara venjulegir,“ var meðal þess sem Jón sagði á sviðinu áður en tónleikar hljómsveitarinnar hófust. 

Að sögn Ingólfs var sviðsframkoma Jóns tekin upp og fléttast atriðið inn í söguþráðinn í annarri þáttaseríu um hljómsveitina IceGuys, sem sýndir verða síðar á árinu á sjónvarpi Símans. 

Hundrað þúsund manns á Arnarhóli og allt gekk upp 

Framleiðslufyrirtækið Atlavík sér um gerð þáttanna og fjölmennt upptökulið á þeirra vegum var statt á Arnarhóli til að mynda ræðu Jóns.

Atburðurinn var þaulskipulagður, eins og fram kemur í tilkynningu frá Símanum. Margt þurfti að ganga upp á þessum 100.000 manna viðburði á Arnarhóli og glugginn var mjög stuttur. Að sögn Hannesar Þórs Halldórssonar hjá Atlavík gekk allt að óskum. 

Aðspurður segir Ingólfur að þeir hafi verið búnir að fá leyfi hjá RÚV og að tikkað hafi verið í öll box varðandi hvort tónleikagestir hefðu þurft að vita af þessu fyrir fram. 

Hljómsveitin heldur tónleika í Laugardalshöll 14. desember og hefst miðasala 2. september.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér léttir þegar búið verður að hreinsa andrúmsloftið á heimilinu. Reyndu ekki að eyðileggja málið með því að þykjast geta sóst eftir meiru.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér léttir þegar búið verður að hreinsa andrúmsloftið á heimilinu. Reyndu ekki að eyðileggja málið með því að þykjast geta sóst eftir meiru.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir