Gossip Girl-stjarna gekk í það heilaga á Ítalíu

Ed Westwick og Amy Jackson eru orðin hjón!
Ed Westwick og Amy Jackson eru orðin hjón! Skjáskot/Instagram

Gossip Girl-stjarnan Ed Westwick gekk í hjónaband með leikkonunni Amy Jackson við stórglæsilega athöfn á Amalfi-ströndinni á Ítalíu um helgina. 

Westwick og Jackson byrjuðu að stinga saman nefjum árið 2021 og opinberuðu samband sitt tæpu ári síðar. Leikarinn fór svo á skeljarnar í skíðaferð í Gstaad í Sviss í janúar síðastliðnum. 

Veisluhöldin stóðu yfir í þrjá daga og fór brúðkaupið fram í sögulegum kastala frá 16. öld, Castello di Rocca Cilento, þar sem öllu var tjaldað til. Westwick og Jackson flugu til Ítalíu í einkaþotu ásamt nánustu fjölskyldu sinni, en þau buðu alls 220 gestum í brúðkaupið. 

Hjónin voru glæsileg á brúðkaupsdaginn, en Westwick var klæddur í smóking frá Armani á meðan Jackson skartaði sérsaumuðum kjól eftir ítalska hönnuðinn Alberto Ferretti.

View this post on Instagram

A post shared by Ed Westwick (@edwestwick)

View this post on Instagram

A post shared by Ed Westwick (@edwestwick)

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er illa við breytingar einkum þær sem þú hefur ekki séð fyrir. Allt verður auðveldara héðan í frá ef þú reynir að ná tökum á þessari breytingafælni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
3
Colleen Hoover
4
Anna Sundbeck Klav
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er illa við breytingar einkum þær sem þú hefur ekki séð fyrir. Allt verður auðveldara héðan í frá ef þú reynir að ná tökum á þessari breytingafælni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
3
Colleen Hoover
4
Anna Sundbeck Klav
5
Sofie Sarenbrant