Danska konan viðurkennir að hafa kysst Tommy Fury

Milla Corfixen segist hafa kysst Tommy Fury á djamminu í …
Milla Corfixen segist hafa kysst Tommy Fury á djamminu í Makedóníu. Samsett mynd

Vend­ing­ar hafa orðið í meint­um fram­hjá­haldsskan­dal Love Is­land-stjörn­unn­ar Tommy Fury. Marg­ir voru slegn­ir þegar sam­bands­slit Fury og Molly-Mae Hague voru til­kynnt fyr­ir tæp­lega tveim­ur vik­um síðar, en fljót­lega fóru sögu­sagn­ir um fram­hjá­hald á kreik.

Milla Corfix­en, danska kon­an sem Fury er sagður hafa haldið fram­hjá með í Makedón­íu, steig fram í síðustu viku en þá sagði hún ekk­ert hafa gerst á milli þeirra enda ætti hún sjálf kær­asta. Nú hef­ur hún hins veg­ar viður­kennt að hafa kysst Fury á djamm­inu. 

Kysst­ust á djamm­inu

„Ég hef þurft að eyða öll­um færsl­un­um mín­um vegna hat­urs og viðbjóðslegra at­huga­semda, eins og fram kem­ur í viðtal­inu sem ég gaf! Ég gerði ekk­ert með Tommy Fury ... Ég vissi ekki einu sinni hver hann var, við deild­um bara kossi, ekk­ert annað gerðist. Og ef ég hefði vitað um Molly-Mae þá hefði ég aldrei kysst hann til baka,“ skrifaði hún á In­sta­gram-síðu sinni.

Yf­ir­lýs­ing­in hef­ur vakið þó nokkra at­hygli, en í síðustu viku full­yrti hún að ekk­ert hafi gerst á milli þeirra og að Fury hlyti að hafa kysst ein­hverja aðra stelpu. Nú hef­ur Corfix­en sagt aðra hlið á sög­unni.

Daily Mail

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Krabbi

Sign icon Þú lendir í ýmsum uppákomum, sem munu þó, ef þú sýnir þolinmæði, snúast fyrir rest þér í hag. Hættu því. Vertu lítillátur og láttu ekki drambsemi ná tökum á þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Lotta Lux­en­burg
3
Col­leen Hoo­ver
4
Satu Rämö
5
Guðrún Guðlaugs­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Krabbi

Sign icon Þú lendir í ýmsum uppákomum, sem munu þó, ef þú sýnir þolinmæði, snúast fyrir rest þér í hag. Hættu því. Vertu lítillátur og láttu ekki drambsemi ná tökum á þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Lotta Lux­en­burg
3
Col­leen Hoo­ver
4
Satu Rämö
5
Guðrún Guðlaugs­dótt­ir