Danska konan viðurkennir að hafa kysst Tommy Fury

Milla Corfixen segist hafa kysst Tommy Fury á djamminu í …
Milla Corfixen segist hafa kysst Tommy Fury á djamminu í Makedóníu. Samsett mynd

Vend­ing­ar hafa orðið í meint­um fram­hjá­haldsskan­dal Love Is­land-stjörn­unn­ar Tommy Fury. Marg­ir voru slegn­ir þegar sam­bands­slit Fury og Molly-Mae Hague voru til­kynnt fyr­ir tæp­lega tveim­ur vik­um síðar, en fljót­lega fóru sögu­sagn­ir um fram­hjá­hald á kreik.

Milla Corfix­en, danska kon­an sem Fury er sagður hafa haldið fram­hjá með í Makedón­íu, steig fram í síðustu viku en þá sagði hún ekk­ert hafa gerst á milli þeirra enda ætti hún sjálf kær­asta. Nú hef­ur hún hins veg­ar viður­kennt að hafa kysst Fury á djamm­inu. 

Kysst­ust á djamm­inu

„Ég hef þurft að eyða öll­um færsl­un­um mín­um vegna hat­urs og viðbjóðslegra at­huga­semda, eins og fram kem­ur í viðtal­inu sem ég gaf! Ég gerði ekk­ert með Tommy Fury ... Ég vissi ekki einu sinni hver hann var, við deild­um bara kossi, ekk­ert annað gerðist. Og ef ég hefði vitað um Molly-Mae þá hefði ég aldrei kysst hann til baka,“ skrifaði hún á In­sta­gram-síðu sinni.

Yf­ir­lýs­ing­in hef­ur vakið þó nokkra at­hygli, en í síðustu viku full­yrti hún að ekk­ert hafi gerst á milli þeirra og að Fury hlyti að hafa kysst ein­hverja aðra stelpu. Nú hef­ur Corfix­en sagt aðra hlið á sög­unni.

Daily Mail

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Bogmaður

Sign icon Leyfðu öðrum að njóta gleði þinnar og gamansemi. Gakktu samt ekki alveg fram af þér og gefðu þér líka tíma til að rækta sjálfan þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Bogmaður

Sign icon Leyfðu öðrum að njóta gleði þinnar og gamansemi. Gakktu samt ekki alveg fram af þér og gefðu þér líka tíma til að rækta sjálfan þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar