Ólafía Hrönn og Vigdís brutust inn hjá Pálma

Leikkonurnar Ólafía Hrönn Jónsdóttir og Vigdís Hafliðadóttir tóku til sinna ráða þegar þær voru í tökum á íslensku kvikmyndinni Ljósvíkingar sem frumsýnd verður hérlendis 3. september.

Kvikmyndin var tekin upp á Ísafirði síðasta haust en hún fjallar um tvo vini sem reka saman veitingastað á Ísafirði. Björn Jörundur Friðbjörnsson og Arna Magnea Danks fara með aðalhlutverkin og leika vinina tvö sem lenda í tilfinningavanda þegar annar þeirra fer í kynleiðréttingu og verður trans kona. 

Þegar Ólafía Hrönn og Vigdís áttu frídag ákváðu þær að keyra frá Ísafirði yfir til Bolungavíkur til þess að heimsækja leikarann Pálma Gestsson. Hann var ekki heima og ákváðu þær stöllur að brjótast inn hjá samleikara sínum í myndinni.  

Ljósvíkingar er mynd eftir Snævar Sölvason, en í öðrum hlutverkum eru meðal annars Helgi Björnsson, Sara Dögg Ásgeirsdóttir, Pálmi Gestsson og Hjálmar Örn Jóhannsson.

Ólafía Hrönn Jónsdóttir og Vigdís Hafliðadóttir inni í stofu hjá …
Ólafía Hrönn Jónsdóttir og Vigdís Hafliðadóttir inni í stofu hjá Pálma Gestssyni.
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér léttir þegar búið verður að hreinsa andrúmsloftið á heimilinu. Reyndu ekki að eyðileggja málið með því að þykjast geta sóst eftir meiru.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér léttir þegar búið verður að hreinsa andrúmsloftið á heimilinu. Reyndu ekki að eyðileggja málið með því að þykjast geta sóst eftir meiru.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir