Segir ásakanir um framhjáhald falskar

Skjáskot/Instagram

Aðdáendur Love Island-stjarnanna Molly-Mae Hague og Tommy Fury hafa verið í áfalli síðan þau tilkynntu sambandsslit sín fyrir rúmum tveimur vikum. Í gær rauf Hague loksins þögnina og nú hefur Fury gert slíkt hið sama. 

Hann deildi mynd af sér á Instagram-reikningi sínum þar sem hann lýsti því yfir að ásakanir um framhjáhald væru falskar, þrátt fyrir að dönsk kona hafi viðurkennt nýlega að hafa kysst Fury í Makedóníu.

„Þessar síðustu vikur hafa brotið í mér hjartað. Þessar ósönnu ásakanir um mig hafa verið hræðilegar, takk allir sem hafa stutt mig í gegnum þetta,“ skrifaði Fury við myndina.

Færslan hefur vakið mikla athygli en aðdáendur parsins eru æstir í að vita hvað raunverulega átti sér stað hjá Fury. Fyrrverandi parið hefur þó óskað eftir því að aðdáendur virði einkalíf sitt á þessum erfiðu tímum. 

View this post on Instagram

A post shared by Tommy TNT Fury (@tommyfury)

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur mikla þörf fyrir að reyna breyta öðrum og segja þeim til vegar þessa dagana. Betur færi á því að breyta viðbrögðum þínum og viðmóti gagnvart þeim.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Colleen Hoover
2
Kolbrún Valbergsdóttir
3
Torill Thorup
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur mikla þörf fyrir að reyna breyta öðrum og segja þeim til vegar þessa dagana. Betur færi á því að breyta viðbrögðum þínum og viðmóti gagnvart þeim.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Colleen Hoover
2
Kolbrún Valbergsdóttir
3
Torill Thorup
5
Sofie Sarenbrant