Kom út sem trans á uppistandi

Detox sló í gegn í RuPaul's Drag Race og er …
Detox sló í gegn í RuPaul's Drag Race og er í miklu uppáhaldi hjá mörgum aðdáendum þáttanna. Samsett mynd

Bandaríska dragdrottningin Detox, sem gerði garðinn frægan í raunveruleikaþættinum RuPaul's Drag Race, kom út úr skápnum sem trans kona á uppistandi í Chicago nú á dögunum.

Detox opinberaði tíðindin í miðjum lagaflutningi og uppskar mikil fagnaðarlæti frá áhorfendum í kjölfarið. 

Upptaka frá uppistandinu hefur farið eins og eldur í sinu um samfélagsmiðilinn TikTok og hafa margir óskað dragdrottningunni hjartanlega til hamingju. 

Detox var þátttakandi í fimmtu þáttaröð af RuPaul's Drag Race árið 2013 og lenti í fjórða sæti. Hún tók einnig þátt í RuPaul's Drag Race All Stars örfáum árum síðar og endaði þá í öðru sæti.

Dragdrottningin vakti mikla athygli í þáttunum fyrir frumlega búninga, örugga framkomu og beittan og ögrandi húmor. 



mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert með tiltekna hugmynd á heilanum sem varðar stjórnmál eða trúmál í dag. Hvort þú ert einn, með vinum eða fyrir framan áhorfendur, ertu aldrei leiðilegur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert með tiltekna hugmynd á heilanum sem varðar stjórnmál eða trúmál í dag. Hvort þú ert einn, með vinum eða fyrir framan áhorfendur, ertu aldrei leiðilegur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar