Megan Thee Stallion opinberar nýjan elskhuga

Megan Thee Stallion.
Megan Thee Stallion. AFP/Frazer Harrison/Getty Images

Bandaríski rapparinn Megan Thee Stallion hefur opinberað nýtt ástarsamband með NBA-leikmanninum Torrey Craig. 

Stallion birti og snögglega eyddi TikTok-myndbandi af sér ásamt körfuboltamanninum þar sem þau svöruðu hinum ýmsu spurningum um nýlegt samband þeirra.

Það sem fer á netið er þar að eilífu sagði einhver og á það við í tilfelli Stallion en myndbandið náðist á skjáupptöku samkvæmt fjölmiðlinum Page Six

Stallion og Craig svöruðu spurningum á borð við: „Hver sagði „ég elska þig“ fyrst?“ sem staðfesti ástarsamband þeirra, en óljóst er hver játaði ást sína á undan þar sem þau bentu bæði hvort á annað. 

Þrefaldi Grammy-verðlaunahafinn var síðast í sambandi með rapparanum Pradison Fontaine sem stóð þétt við bakið á Stallion eftir að hún varð fyrir skotárás í partíi árið 2020 en ástin hjá þeim slokknaði í maí á síðasta ári. Síðan þá hefur verðið mikill rígur á milli þeirra.

Craig byrjaði í NBA-deildinni árið 2017 sem liðsmaður Denver Nuggets en spilar núna með Chicago Bulls. 

@much

Megan Thee Stallion does the couple's challenge with Chicago Bulls player Torrey Craig 👀 [via theestallion/TT Stories]

♬ original sound - MuchMusic

Page six

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Maður lærir vissulega að vera sjálfum sér nógur með því að útiloka aðra, en það er ekki besta leiðin. Hvettu aðra til að leggja sitt að mörkum til mannúðarmála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Maður lærir vissulega að vera sjálfum sér nógur með því að útiloka aðra, en það er ekki besta leiðin. Hvettu aðra til að leggja sitt að mörkum til mannúðarmála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir