Jökull fer með hlutverk í Glæstum vonum

Jökull Júlíusson, forsprakki KALEO.
Jökull Júlíusson, forsprakki KALEO. Ljósmynd/Úr einkasafni

Jökull Júlíusson, söngvari íslensku hljómsveitarinnar Kaleo, mun fara með gestahlutverk í hinum frægu sápuóperuþáttum Glæstar vonir (e. Bold and the Beautiful). 

Í þættinum mun Jökull leika sjálfan sig og flytja eitt af vinsælustu lögum sínum, Way Down We Go. Fram kemur á vef Deadline að þátturinn verði sýndur 27. september næstkomandi.

Framleiðandi sjónvarpsþáttanna ræddi við Jökul um hlutverkið á síðasta ári þegar þeir hittust á tónleikum hjá Andrea Bocelli.

Glæstar vonir hafa notið mikilla vinsælda um allan heim, en þættirnir hófu göngu sína árið 1987 og núna hafa 37 þáttaraðir komið út. Þættirnir hverfast um Forrester-fjölskylduna og tískuhús þeirra, en hinir ýmsu karakterar koma við sögu í þáttunum sem eru fullir af dramatík og spennu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gættu þess vel, sem þú vilt ekki að aðrir komist yfir. Ef þú lumar á góðri hugmynd um það hvernig þú getir aflað fjár þá er þetta rétti dagurinn til að reyna hana.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Erla Sesselja Jensdóttir
2
Jill Mansell
3
Árni Þórarinsson og Páll Kristinn Pálsson
4
Sofie Sarenbrant
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gættu þess vel, sem þú vilt ekki að aðrir komist yfir. Ef þú lumar á góðri hugmynd um það hvernig þú getir aflað fjár þá er þetta rétti dagurinn til að reyna hana.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Erla Sesselja Jensdóttir
2
Jill Mansell
3
Árni Þórarinsson og Páll Kristinn Pálsson
4
Sofie Sarenbrant
5
Birgitta H. Halldórsdóttir