Lauk keppni með því að fara á skeljarnar

Augnablikið fangaði hjörtu fólks um allan heim.
Augnablikið fangaði hjörtu fólks um allan heim. Samsett mynd

Ítalski spretthlauparinn Alessandro Ossola lauk keppni á Ólympíumóti fatlaðra á mánudag með því að fara á skeljarnar og biðja sinnar heittelskuðu, Arianna Mandaradoni, sem hvatti hlauparann til dáða úr áhorfendastúkunni.

Myndir af bónorðinu hafa farið eins og eldur í sinu um samfélagsmiðla enda voru ríflega 40.000 vitni að þessu rómantíska augnabliki.

Mikil fagnaðarlæti brutust út eftir að Mandaradoni sagði já við bónorðinu.

Ossola og Mandaradoni hafa verið saman frá árinu 2019. Hlauparinn missti eiginkonu sína í hörmulegu slysi fjórum árum áður og missti þá annan fótlegginn.

Þetta er í annað sinn sem Ossola tekur þátt á Ólympíumóti fatlaðra. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ættir að eiga betra með að einbeita þér nú þegar þú hefur sett þér takmark. Sinntu því skyldum þínum af kostgæfni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Karin Härjegård
5
Unnur Lilja Aradóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ættir að eiga betra með að einbeita þér nú þegar þú hefur sett þér takmark. Sinntu því skyldum þínum af kostgæfni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Karin Härjegård
5
Unnur Lilja Aradóttir