Setti Íslandsmet á Paralympics og undirbýr nú stórtónleika

Már Gunnarsson setti Íslandsmet á Paralympics í París.
Már Gunnarsson setti Íslandsmet á Paralympics í París. Ljósmynd/Simone Castrovillari

Már Gunnarsson lauk keppni á Paralympics í París með því að setja nýtt Íslandsmet en þótt vaninn sé að taka sér smá hvíld eftir slíkt afrek verður lítið um hvíld hjá Má. Hann er kominn á fullt að undirbúa stórtónleika í Salnum, Hljómahöllinni og í Manchester á Englandi ásamt the Royal Northern College of Music Session Orchestra.

Royal Northern College of Music Session Orchestra er 30 stórkostlegir hljóðfæraleikarar sem margir hverjir spila einnig með BBC Philharmonic, The Hallé, Manchester Camerata, Opera North og/eða Royal Liverpool Philharmonic Orchestra

Á tónleikunum mun Már kynna nýja plötu sem heitir „Orchestral Me“. Þá ætlar hann að flytja fjölda skemmtilegra laga í stórum útsetningum í anda Disney. Fjöldi gestasöngvara mun einnig koma fram.

Már er á fullu að undirbúa tónleika bæði hér á …
Már er á fullu að undirbúa tónleika bæði hér á landi og erlendis. Ljósmynd/Úr einkasafni

Reynir að samtvinna sundið og tónlistina

Fyrsta lag plötunnar, The Spirit in Motion, kom út áður en Már hélt utan og var gefið út í tilefni af veru hans á Paralympics.

„Lagið fjallar um allt það góða sem sameinar okkur á Ólympíuleikum, samkennd, vináttu og keppnisskap, en einnig um sársaukann og ómælda vinnuna sem fólk leggur á sig til að skara fram úr,“ segir Már.

Már segist í gegnum tíðina hafa gert sitt besta til að samtvinna tvær helstu ástríður sínar, það er sund og tónlist: „Þess vegna langaði mig að gera eitthvað sérstakt í aðdraganda Ólympíuleikanna í ár og útkoman varð þetta lag, The Spirit in Motion.“

Myndbandið með laginu er afar hjartnæmt en Már segist vona að lagið muni hvetja fólk til dáða. „Ég vona að þetta lag muni hvetja fólk til að vera óhrætt við að fara í ferðalag og taka að sér hvað sem verður, í þeirri trú að allt muni ganga upp og vera þess virði á endanum,“ segir hann. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ættir að eiga betra með að einbeita þér nú þegar þú hefur sett þér takmark. Sinntu því skyldum þínum af kostgæfni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Karin Härjegård
5
Unnur Lilja Aradóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ættir að eiga betra með að einbeita þér nú þegar þú hefur sett þér takmark. Sinntu því skyldum þínum af kostgæfni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Karin Härjegård
5
Unnur Lilja Aradóttir