Setti Íslandsmet á Paralympics og undirbýr nú stórtónleika

Már Gunnarsson setti Íslandsmet á Paralympics í París.
Már Gunnarsson setti Íslandsmet á Paralympics í París. Ljósmynd/Simone Castrovillari

Már Gunn­ars­son lauk keppni á Para­lympics í Par­ís með því að setja nýtt Íslands­met en þótt van­inn sé að taka sér smá hvíld eft­ir slíkt af­rek verður lítið um hvíld hjá Má. Hann er kom­inn á fullt að und­ir­búa stór­tón­leika í Saln­um, Hljóma­höll­inni og í Manchester á Englandi ásamt the Royal Nort­hern Col­l­e­ge of Music Sessi­on Orchestra.

Royal Nort­hern Col­l­e­ge of Music Sessi­on Orchestra er 30 stór­kost­leg­ir hljóðfæra­leik­ar­ar sem marg­ir hverj­ir spila einnig með BBC Phil­harmonic, The Hallé, Manchester Ca­merata, Opera North og/​eða Royal Li­verpool Phil­harmonic Orchestra

Á tón­leik­un­um mun Már kynna nýja plötu sem heit­ir „Orchestr­al Me“. Þá ætl­ar hann að flytja fjölda skemmti­legra laga í stór­um út­setn­ing­um í anda Disney. Fjöldi gesta­söngv­ara mun einnig koma fram.

Már er á fullu að undirbúa tónleika bæði hér á …
Már er á fullu að und­ir­búa tón­leika bæði hér á landi og er­lend­is. Ljós­mynd/Ú​r einka­safni

Reyn­ir að sam­tvinna sundið og tón­list­ina

Fyrsta lag plöt­unn­ar, The Spi­rit in Moti­on, kom út áður en Már hélt utan og var gefið út í til­efni af veru hans á Para­lympics.

„Lagið fjall­ar um allt það góða sem sam­ein­ar okk­ur á Ólymp­íu­leik­um, sam­kennd, vináttu og keppn­is­skap, en einnig um sárs­auk­ann og ómælda vinn­una sem fólk legg­ur á sig til að skara fram úr,“ seg­ir Már.

Már seg­ist í gegn­um tíðina hafa gert sitt besta til að sam­tvinna tvær helstu ástríður sín­ar, það er sund og tónlist: „Þess vegna langaði mig að gera eitt­hvað sér­stakt í aðdrag­anda Ólymp­íu­leik­anna í ár og út­kom­an varð þetta lag, The Spi­rit in Moti­on.“

Mynd­bandið með lag­inu er afar hjart­næmt en Már seg­ist vona að lagið muni hvetja fólk til dáða. „Ég vona að þetta lag muni hvetja fólk til að vera óhrætt við að fara í ferðalag og taka að sér hvað sem verður, í þeirri trú að allt muni ganga upp og vera þess virði á end­an­um,“ seg­ir hann. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Steingeit

Sign icon Sumir segja að þú ættir að hafa náð lengra og hafa sýnilegri sannarnir um árangur erfiði þíns. Farðu varlega, annars geturðu misst eitthvað út úr þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Satu Rämö
3
Sigrún Elías­dótt­ir
4
Lotta Lux­en­burg
5
Jón­ína Leós­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Steingeit

Sign icon Sumir segja að þú ættir að hafa náð lengra og hafa sýnilegri sannarnir um árangur erfiði þíns. Farðu varlega, annars geturðu misst eitthvað út úr þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Satu Rämö
3
Sigrún Elías­dótt­ir
4
Lotta Lux­en­burg
5
Jón­ína Leós­dótt­ir