Bergrós fimmta besta í heimi

Bergrós Björnsdóttir hafnaði í fimmta sæti á heimsleikum unglinga í …
Bergrós Björnsdóttir hafnaði í fimmta sæti á heimsleikum unglinga í Crossfit. Skjáskot/Instagram

Crossfitungstirnið Bergrós Björnsdóttir lauk á dögunum keppni á heimsleikunum unglinga í Crossfit sem fór fram í Michigan í Bandaríkjunum. Bergrós hafnaði í fimmta sæti í sínum aldursflokki, en hún keppti í 16-17 ára flokki kvenna. 

Á mótinu var keppt í átta greinum og sigraði Bergrós þriðju greinina sem voru ólympískar lyftingar, annars vegar snörun (e. snatch) og jafnhending (e. clean and jerk). Þar lyfti hún 435 pundum, eða 197 kílóum. 

Bergrós hafnaði í þriðja sæti í annarri og sjöttu greininni, sjöunda sæti í fjórðu greininni og áttunda sæti í sjöundu greininni.

Á undanförnum árum hefur Bergrós náð frábærum árangri, bæði í Crossfit og lyftingum, en hún hafnaði í þriðja sæti á heimsleikum unglinga í Crossfit á síðasta ári og vann silfur í -71 kg flokki kvenna á heimsmeistaramóti 17 ára og yngri í Perú fyrr á árinu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert ánægður með að fá það til baka sem þú hefur lánað og þetta kennir þér að lána ekki hluti sem þér eru kærir. Makinn mun koma þér á óvart næstu daga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofia Rutbäck Eriksson
2
Torill Thorup
3
Sarah Morgan
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert ánægður með að fá það til baka sem þú hefur lánað og þetta kennir þér að lána ekki hluti sem þér eru kærir. Makinn mun koma þér á óvart næstu daga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofia Rutbäck Eriksson
2
Torill Thorup
3
Sarah Morgan
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir