Dæmdur glæpamaður meðal þátttakenda í hæfileikakeppni

Anna Sorokin er ekki talin líkleg til sigurs.
Anna Sorokin er ekki talin líkleg til sigurs. Samsett mynd

Svindlar­inn Anna „Del­vey“ Sorok­in er meðal keppenda í nýjustu þáttaröð Dancing with the Stars.

Sorokin skaust fram á sjónarsviðið fyrir alvöru þegar þættir byggðir á lífi hennar og lygum, Inventing Anna, voru frumsýndir á Netflix í ársbyrjun 2022.

Hin 33 ára gamla Sorok­in er rúss­nesk en flutti sem barn til Þýska­lands með fjöl­skyldu sinni og breytti eft­ir­nafni sínu í Del­vey.

Í Banda­ríkj­un­um þótt­ist hún vera rík­ur erf­ingi og heillaði elít­una í New York á ár­un­um 2016 og 2017. Sann­leik­ur­inn er hins veg­ar sá að hún er dótt­ir bíl­stjóra frá Moskvu. Hún hlaut dóm árið 2019 fyrir að hafa fé af hótelum, bönkum og vinum.

Sorokin, sem situr nú í stofufangelsi í New York, þurfti sérstakt leyfi til þess að taka þátt í hæfileikakeppninni þar sem þættirnir eru teknir upp í Los Angeles. ICE, eða U.S. Immigration and Customs Enforcement, samþykkti beiðni hennar og fékkst hún afgreidd með hraði. Sorokin verður áfram undir rafrænu eftirliti og mun dansa með ökklaband. 

Aðdáendur þáttanna eru margir hverjir hissa á þátttöku Sorokin enda er Dancing with the Stars vinsæll fjölskylduþáttur í Bandaríkjunum.  

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert ánægður með að fá það til baka sem þú hefur lánað og þetta kennir þér að lána ekki hluti sem þér eru kærir. Makinn mun koma þér á óvart næstu daga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofia Rutbäck Eriksson
2
Torill Thorup
3
Sarah Morgan
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert ánægður með að fá það til baka sem þú hefur lánað og þetta kennir þér að lána ekki hluti sem þér eru kærir. Makinn mun koma þér á óvart næstu daga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofia Rutbäck Eriksson
2
Torill Thorup
3
Sarah Morgan
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir