Rúrik í tökum fyrir gamanmynd á Netflix

Rúrik Gíslason fer með aðalhlutverk í gamanmynd sem væntanleg er …
Rúrik Gíslason fer með aðalhlutverk í gamanmynd sem væntanleg er á streymisveituna Netflix. Skjáskot/Instagram

Fyrrverandi knattspyrnumaðurinn Rúrik Gíslason hefur haft nóg að gera frá því hann setti fótboltaskóna á hilluna. Hann hefur að undanförnu verið að reyna fyrir sér í leiklistinni og sló rækilega í gegn með hlutverki sínu í þáttunum um strákabandið IceGuys. 

Rúrik greindi frá því í maí síðastliðnum að hann væri byrjaður í tökum á nýrri kvikmynd í Amsterdam og sagði hlutverkið vera það stærsta hingað til. Nú hefur hann opinberað verkefnið sem er gamanmynd sem væntanleg er á streymisveitunni Netflix.

„Í tökum fyrir fyrstu Netflix myndina mína! Ég er ótrúlega spenntur að geta loksins tilkynnt að ég sé að leika eitt af aðalhlutverkunum í Netflix kvikmynd. Þetta er langþráður draumur að taka á mig svona mikilvægt hlutverk fyrir alþjóðlega streymisveitu, og þetta er sannarlega mikill heiður og ég er þakklátur fyrir þetta tækifæri! Ég hef verið að undirbúa mig fyrir þetta hlutverk síðan í mars og ég get ekki beðið eftir að sýna ykkur lokaniðurstöðuna,“ skrifaði Rúrik í færslu á Instagram. 

Kvikmyndin er ekki enn komin með nafn en er undir leikstjórn Marco Petry. Ásamt Rúrik eru leikarar á borð við Alexöndru Mariu Löru, Devid Striesow, Önnu Herrmann, Doğu Gürer og Kerim Waller sem fara með hlutverk í myndinni. 

Fram kemur á vef Film.at að Rúrik fari með hlutverk hundaþjálfarans og gúrúsins Noden, sem hjálpar fimm furðulegum hundaeigendum í austurrísku ölpunum að umgangast þrjóska ferfætlinga sína og beitir óvenjulegum aðferðum. „Það verður fljótt ljóst að þeir þurfa sjálfir á atferlismeðferð að halda – ekki fjórfættu félagar þeirra,“ segir í fréttatilkynningu. 



mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samtal við einhvern þér eldri og vitrari, hugsanlega um heimspeki eða trúmál, getur orðið þér lærdómsríkt. Notaðu daginn til þess að sletta úr klaufunum, láta hugann reika og slappa af.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samtal við einhvern þér eldri og vitrari, hugsanlega um heimspeki eða trúmál, getur orðið þér lærdómsríkt. Notaðu daginn til þess að sletta úr klaufunum, láta hugann reika og slappa af.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir