Myndband: Bjarkey dansaði með norskri samfélagsmiðlastjörnu

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir og Kjetil Krogstad tóku dansspor saman!
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir og Kjetil Krogstad tóku dansspor saman! Skjáskot/Instagram

Á dög­un­um komu aðstoðar­menn Bjarkeyj­ar Ol­sen Gunn­ars­dótt­ur, mat­vælaráðherra og þing­manni Vinstri grænna, henni veru­lega á óvart þegar þau skipu­lögðu óvænt atriði fyr­ir hana.

Þau fengu norsku sam­fé­lags­miðla­stjörn­una Kjetil Krogstad til að dansa með ráðherr­an­um, en Kjetil hef­ur slegið í gegn á sam­fé­lags­miðlum þar sem hann birt­ir skemmti­leg dans­mynd­bönd klædd­ur í dökk­blá jakka­föt með rautt bindi. 

„Eins og þið hafið kannski tekið eft­ir þá er Bjarkey mjög dug­leg að deila ví­djó­um af þess­um. Hann Kjetil kom frá Nor­egi og við frétt­um að hann væri á Íslandi þannig að við erum búin að stilla upp hérna óvænt­um fundi þeirra. Hún veit ekki að hann er hérna, en hún er á leiðinni,“ er út­skýrt í upp­hafi mynd­bands­ins. 

Því næst má sjá Guðmund Inga Guðbrands­son, fé­lags- og vinnu­markaðsráðherra, bíða eft­ir Bjarkeyju, en hann var feng­inn til þess að taka þátt í uppá­kom­unni. 

Þegar Bjarkey hafði svo fengið sér sæti hjá Guðmundi heyr­ist Kjetil kalla: „Bjarkey, Bjarkey, Bjarkey“ um leið og hann kem­ur dans­andi að borðinu með kaffi­bolla. Bjarkey tek­ur vel á móti hon­um og stóð upp og tók nokk­ur dans­spor með sam­fé­lags­miðla­stjörn­unni. Atriðið virðist hafa hitt beint í mark hjá ráðherr­an­um!

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Bogmaður

Sign icon Sannfæring þín fyrir því að þú hafir á réttu að standa er afar sterk og því ert þú ekki fyrir málamiðlanir í dag. Reyndu að koma skipulagi á hlutina.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Satu Rämö
2
Torill Thorup
3
Sigrún Elías­dótt­ir
4
Vi­veca Sten
5
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Bogmaður

Sign icon Sannfæring þín fyrir því að þú hafir á réttu að standa er afar sterk og því ert þú ekki fyrir málamiðlanir í dag. Reyndu að koma skipulagi á hlutina.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Satu Rämö
2
Torill Thorup
3
Sigrún Elías­dótt­ir
4
Vi­veca Sten
5
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir