Biður Ingó veðurguð afsökunar vegna ummæla á Twitter

Ingólfur Þórarinsson sá um brekkusönginn í beinni útsendingu á Sjónvarpi …
Ingólfur Þórarinsson sá um brekkusönginn í beinni útsendingu á Sjónvarpi Símans. Ljósmynd/Mummu Lú

Tónlistarmaðurinn Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó veðurguð, birti afsökunarbeiðni frá Silju Björk Björnsdóttur, fyrirlesara, rithöfundi og þáttastjórnanda hlaðvarpsins Kona er nefnd, vegna ummæla sem hún lét falla á Twitter í júlí 2021. 

Sumarið 2021 birti hópurinn Öfgar myndskeið á TikTok-reikningi sínum með tugi frásagna þar sem Ingólfur var sakaður um ítrekað kynferðislegt ofbeldi í garð kvenna og ungra stúlkna. Í kjölfar ásakana sendi lögmaður Ingólfs út kröfubréf til einstaklinga vegna ummæla sem þeir létu falla á netinu. 

Í hópi þeirra sem fengu kröfubréf frá lögmanni Ingólfs var Silja, en krafan var send út vegna færslu sem Silja setti á Twitter eftir að Haraldur Ingi Þorleifsson bauðst til að greiða kostnað þeirra sem fengið höfðu kröfubréf frá söngvaranum. 

Málinu lokið eftir þrjú ár

Nú, þremur árum síðar, virðist málinu vera lokið þar sem Ingólfur fékk senda yfirlýsingu með afsökunarbeiðni frá Silju. Hann birti yfirlýsinguna á Facebook og skrifaði: 

„Eftir tæp 4 ár þar sem ráðist hefur verið allharkalega að æru minni og lífsviðurværi er það frábært að einhverjir af þeim sem gengu hvað harðast fram eru að sjá að sér. Ég vona að enginn þurfi að ganga í gegnum það að vera sakaður um eitthvað sem hann gerði ekki og þurfa að missa allt sem tók 15 ár að byggja upp.

Ég tek það fram að ég er að sjálfsögðu á móti öllu ofbeldi en tel á sama tíma ekki rétt að þurfa að vera gerður ítrekað að einhverju sem ég er ekki í nafni ákveðinnar baráttu. Það er ekkert annað en ofbeldi gegn mér og mínum nánustu.

Ég hef verið heppinn að eiga góða vini og fjölskyldu svo ég hef getað aflað mér upplýsinga hverjir hafa tekið þátt í þessu einelti bakvið tjöldin og ættu að taka afsökunarbeiðni þessa til fyrirmyndar. Fyrst og fremst er ég þakklátur þeim sem hafa staðið með mér af heilum hug gegnum þetta allt og vitað hver ég er.“



mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes