Eminem gerði allt vitlaust

Eminem mætti á svið ásamt ríflega 100 eftirhermum.
Eminem mætti á svið ásamt ríflega 100 eftirhermum. AFP

Banda­ríski tón­list­armaður­inn Mars­hall Bruce Mat­h­ers III, best þekkt­ur und­ir lista­manns­nafn­inu Em­inem, stal sen­unni á tón­list­ar­verðlaun­um MTV (e. MTV Vi­deo Music Aw­ards). 

Verðlauna­hátíðin var hald­in með pompi og prakt í New York-borg í nótt og voru skær­ustu tón­list­ar­stjörn­ur popp­heims­ins að sjálf­sögðu viðstadd­ar.

Em­inem opnaði hátíðina með mögnuðu tón­list­ar­atriði og flutti nokk­ur af sín­um þekkt­ustu lög­um. Hann frum­flutti einnig tvö lög af nýj­ustu plötu sinni, The De­ath of Slim Shady (Coup de Grâce), sem er tólfta stúd­í­óplata Em­inem.

Tón­list­ar­atriðið vakti mikla hrifn­ingu viðstaddra sem tóku vel und­ir, sér­stak­lega í lag­inu The Real Slim Shady, sem varpaði tón­list­ar­mann­in­um á veg heims­frægðar árið 2000. Yfir 100 eft­ir­herm­ur af Em­inem tóku þátt í atriðinu.

Em­inem var til­nefnd­ur til átta verðlauna og hreppti verðlaun fyr­ir besta hip-hop lagið, Houdini.



mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vog

Sign icon Frá og með deginum í dag munu hæfileikar þínir vekja aðdáun annarra ná hámarki. Kannaðu fjárhaginn því ekkert liggur á og það eru margir fiskar í sjónum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
2
Satu Rämö
3
Vi­veca Sten
4
Lotta Lux­en­burg
5
In­ger Wolf
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vog

Sign icon Frá og með deginum í dag munu hæfileikar þínir vekja aðdáun annarra ná hámarki. Kannaðu fjárhaginn því ekkert liggur á og það eru margir fiskar í sjónum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
2
Satu Rämö
3
Vi­veca Sten
4
Lotta Lux­en­burg
5
In­ger Wolf