Eminem gerði allt vitlaust

Eminem mætti á svið ásamt ríflega 100 eftirhermum.
Eminem mætti á svið ásamt ríflega 100 eftirhermum. AFP

Bandaríski tónlistarmaðurinn Marshall Bruce Mathers III, best þekktur undir listamannsnafninu Eminem, stal senunni á tónlistarverðlaunum MTV (e. MTV Video Music Awards). 

Verðlaunahátíðin var haldin með pompi og prakt í New York-borg í nótt og voru skærustu tónlistarstjörnur poppheimsins að sjálfsögðu viðstaddar.

Eminem opnaði hátíðina með mögnuðu tónlistaratriði og flutti nokkur af sínum þekktustu lögum. Hann frumflutti einnig tvö lög af nýjustu plötu sinni, The Death of Slim Shady (Coup de Grâce), sem er tólfta stúdíóplata Eminem.

Tónlistaratriðið vakti mikla hrifningu viðstaddra sem tóku vel undir, sérstaklega í laginu The Real Slim Shady, sem varpaði tónlistarmanninum á veg heimsfrægðar árið 2000. Yfir 100 eftirhermur af Eminem tóku þátt í atriðinu.

Eminem var tilnefndur til átta verðlauna og hreppti verðlaun fyrir besta hip-hop lagið, Houdini.



mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ættir að eiga betra með að einbeita þér nú þegar þú hefur sett þér takmark. Sinntu því skyldum þínum af kostgæfni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Karin Härjegård
5
Unnur Lilja Aradóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ættir að eiga betra með að einbeita þér nú þegar þú hefur sett þér takmark. Sinntu því skyldum þínum af kostgæfni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Karin Härjegård
5
Unnur Lilja Aradóttir