Poppstjarna gekk í hjónaband á búgarði

Hjónin voru stórglæsileg á brúðkaupsdaginn.
Hjónin voru stórglæsileg á brúðkaupsdaginn. Skjáskot/Instagram

Tónlistarmaðurinn Charlie Puth gekk í hjónaband með upplýsingafulltrúanum Brooke Sansone við fallega athöfn á búgarði fjölskyldu sinnar í Montecito í Kaliforníufylki nýverið.

Puth og Sansone opinberuðu samband sitt í árslok 2022 og trúlofuðu sig tæpu ári síðar.

Tónlistarmaðurinn birti fallega myndaseríu frá brúðkaupsdeginum á Instagram-síðu sinni í gærdag. Hamingjuóskum hefur rignt yfir skötuhjúin en ríflega tvær milljónir manna hafa líkað við færsluna á innan við sólarhring.

„Ég elska þig Brooke...ég hef alltaf gert það. Ég lofa að elska þig að eilífu. Takk fyrir að gera mig að hamingjusamasta manni í heimi. Það hefur ávallt verið þú,” skrifaði Puth meðal annars við færsluna.

View this post on Instagram

A post shared by Charlie Puth (@charlieputh)

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ættir að eiga betra með að einbeita þér nú þegar þú hefur sett þér takmark. Sinntu því skyldum þínum af kostgæfni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Karin Härjegård
5
Unnur Lilja Aradóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ættir að eiga betra með að einbeita þér nú þegar þú hefur sett þér takmark. Sinntu því skyldum þínum af kostgæfni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Karin Härjegård
5
Unnur Lilja Aradóttir