Segir eiginkonu sína glíma við drykkjufíkn

Michael Madsen er vel þekktur í Hollywood.
Michael Madsen er vel þekktur í Hollywood. Skjáskot/IMDb

Banda­ríski leik­ar­inn Michael Madsen hef­ur sótt um skilnað frá eig­in­konu sinni DeÖnnu Madsen eft­ir 28 ára hjóna­band.

Tíma­ritið People grein­ir frá þessu og seg­ir hjón­in hafa skilið að borði og sæng skömmu eft­ir að son­ur hjón­anna framdi sjálfs­víg í árs­byrj­un 2022. 

Í skilnaðarpapp­ír­un­um sem Madsen lagði fram á þriðju­dag seg­ir hann ástæðu skilnaðar­ins óá­sætt­an­leg­an ágrein­ing. Leik­ar­inn seg­ir eig­in­konu sína glíma við drykkjufíkn og tel­ur að hegðun henn­ar og van­ræksla hafi leitt til dauða son­ar þeirra.

Madsen ger­ir kröfu um nálg­un­ar­bann. 

Madsen, best þekkt­ur fyr­ir leik sinn í kvik­mynd­un­um Reservo­ir Dogs, Kill Bill, Thelma & Louise og Free Willy, var hand­tek­inn síðla ág­úst­mánaðar grunaður um heim­il­isof­beldi gegn eig­in­konu sinni. Hon­um var sleppt úr haldi eft­ir að hann greiddi 20.000 banda­ríkja­dali, eða því sem sam­svar­ar tæp­lega þrem­ur millj­ón­um ís­lenskra króna, í lausn­ar­gjald.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Meyja

Sign icon Þú þarft að melta þá hluti sem nú valda þér hugarangri. Einbeittu þér að því sem máli skiptir. Vertu með þeim sem vita hvað þú þarft að læra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Anna Mar­grét Sig­urðardótt­ir
4
Maria Fallström
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Meyja

Sign icon Þú þarft að melta þá hluti sem nú valda þér hugarangri. Einbeittu þér að því sem máli skiptir. Vertu með þeim sem vita hvað þú þarft að læra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Anna Mar­grét Sig­urðardótt­ir
4
Maria Fallström