Myndir: Líf og fjör á tökustað Eldanna

Grímar Jónsson framleiðandi Sigríður Hagalín Björnsdóttir og Ugla Hauksdóttir leikstjóri.
Grímar Jónsson framleiðandi Sigríður Hagalín Björnsdóttir og Ugla Hauksdóttir leikstjóri. Ljósmynd/Arnaldur Halldórsson

„Ég las bókina fyrir fjórum árum og nú er þetta loks að verða að veruleika,“ segir Grímar Jónsson kvikmyndaframleiðandi. Tökur á kvikmyndinni Eldunum, sem gerðir eru eftir samnefndri bók Sigríðar Hagalín Björnsdóttur, hófust í síðustu viku.

Aðalleikararnir Pilou Asbæk og Vigdís Hrefna Pálsdóttir með leikstjóranum Uglu …
Aðalleikararnir Pilou Asbæk og Vigdís Hrefna Pálsdóttir með leikstjóranum Uglu Hauksdóttur. Ljósmynd/RAX
Helga Katrínardóttir aðstoðarleikstjóri.
Helga Katrínardóttir aðstoðarleikstjóri. Ljósmynd/Arnaldur Halldórsson

„Við byrjuðum við Reykjanesvita á þriðjudaginn í 20-25 metrum á sekúndu. Það var erfið byrjun en að mörgu leyti var gott að byrja í erfiðum aðstæðum,“ segir Grímar en daginn eftir voru tökur með Landhelgisgæslunni þar sem ímyndað sprengigos við Eldey var myndað.

Þór Tulinius og Szymon Zachariasz.
Þór Tulinius og Szymon Zachariasz. Ljósmynd/Arnaldur Halldórsson

„Þá fórum við úr stormi niður í logn,“ segir Grímar. Í lok síðustu viku var svo myndað við Kleifarvatn þar sem meðal annars voru tökur með vísindamönnum við rannsóknir. Við það tækifæri kom Sigríður Hagalín einmitt í heimsókn og fékk að fylgjast með tökum. Vel fór á með henni og tökuliðinu eins og sjá má á meðfylgjandi mynd.

Matthías Schram.
Matthías Schram. Ljósmynd/Arnaldur Halldórsson

Leikstjóri myndarinnar er Ugla Hauksdóttir en með aðalhlutverk fara Vigdís Hrefna Pálsdóttir, Pilou Asbæk og Jóhann G. Jóhannsson. Grímar segir að tökudagar verði alls 28 talsins og stefnt sé að því að tökum ljúki í lok október. Myndin verður svo frumsýnd á haustmánuðum 2025.

Paweł Fiwek, Ugla Hauksdóttir leikstjóri, Guðmundur Garðarsson, Markus Englmair, Antoni …
Paweł Fiwek, Ugla Hauksdóttir leikstjóri, Guðmundur Garðarsson, Markus Englmair, Antoni Haftka og Larry Kruk. Ljósmynd/Arnaldur Halldórsson

Vinsæl saga

Skáldsagan Eldarnir – Ástin og aðrar hamfarir, eftir Sigríði Hagalín Björnsdóttur, kom út árið 2020. Í bókinni segir frá því þegar jarðskjálftar skekja Reykjanesskaga og eldfjöll vakna til lífsins eftir hlé í 800 ár. Bókin seldist vel þegar hún kom út og enn betur eftir að jarðhræringar hófust svo á Reykjanesskaga stuttu síðar.

Fréttin birtist í Morgunblaðinu 16. september. 

Ugla Hauksdóttir leikstjóri og Vigdís Hrefna Pálsdóttir leikkona.
Ugla Hauksdóttir leikstjóri og Vigdís Hrefna Pálsdóttir leikkona. Ljósmynd/Arnaldur Halldórsson
Matthías Schram, Tómas Jóhannsson, Sviatoslav Moskvichov, Larry Kruk, Markus Englmair, …
Matthías Schram, Tómas Jóhannsson, Sviatoslav Moskvichov, Larry Kruk, Markus Englmair, Antoni Haftka, Guðmundur Garðarsson, Paweł Fiwek og Odinn Wajcht Odyn. Ljósmynd/Arnaldur Halldórsson
Valinn maður er í hverju rúm og hér er Wajcht …
Valinn maður er í hverju rúm og hér er Wajcht Odyn, betur þekktur sem Odinn, á ljósunum. Ljósmynd/Arnaldur Halldórsson
Ljósmynd/Arnaldur Halldórsson
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kemst ekki upp með neitt þessa dagana og á því að leggja spilin á borðið. Treystu innsæi þínu og láttu það eftir þér að gera það sem þig langar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Jojo Moyes
5
Moa Herngren
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kemst ekki upp með neitt þessa dagana og á því að leggja spilin á borðið. Treystu innsæi þínu og láttu það eftir þér að gera það sem þig langar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Jojo Moyes
5
Moa Herngren