Íslendingar gera það gott í Grænlandi

Pipaluk K. Jørgensen, stjórnandi hátíðarinnar, Rúnar Rúnarsson leikstjóri og Emile …
Pipaluk K. Jørgensen, stjórnandi hátíðarinnar, Rúnar Rúnarsson leikstjóri og Emile Hertling Péronard framkvæmdastjóri hátíðarinnar. Ljósmynd/Aðsend

Kvikmyndin Ljósbrot eftir Rúnar Rúnarsson hefur nú unnið til sinna sjöttu alþjóðlegu verðlauna.

Á lokaathöfn alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Nuuk í gærkvöldi tilkynnti Berda Larsen, formaður dómnefndar hátíðarinnar, að íslenska kvikmyndin Ljósbrot eftir Rúnar Rúnarsson hefði verið valin besta kvikmyndin.

„Með kraftmikilli miðlun tilfinninga leiddi myndin okkur áfram og gerði okkur berskjölduð. Það er einróma ákvörðun dómnefndarinnar að Ljósbrot sé besta leikna kvikmyndin á hátíðinni,“ sagði Larsen í tölu sinni um Ljósbrot.

Hefur farið sigurför um heiminn

Í tilkynningu frá aðstandendum myndarinnar kemur fram að um sé að ræða sjöttu alþjóðlegu kvikmyndaverðlaun Ljósbrots en myndin var frumsýnd á Cannes-hátíðinni í vor þar sem hún var opnunarmyndin og hlaut standandi lófaklapp.

Ljósbrot hefur einnig verið valin í forval til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna og fram undan eru fjöldi annarra kvikmyndahátíða. Þá mun myndin fara í almennar sýningar um allan heim á næstunni en hún er þegar í sýningu hér á landi.

„Myndin gerist á fallegum vordegi þegar líf Unu snýst á hliðina á svipstundu og upphefst rússibanaferð tilfinninga. Þar sem mörkin milli hláturs og gráturs, fegurðar og sorgar, verða stundum óskýr,“ segir um myndina í tilkynningunni en með aðalhlutverk fara, Elín Hall, Katla Njálsdóttir, Mikael Kaaber, Baldur Einarsson, Gunnar Kristjánsson og Ágúst Wigum.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Reyndu að hafa stjórn á hlutunum þótt að þér sé sótt úr mörgum áttum. Farðu þér hægt og kynntu þér smáa letrið vel.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnar Jónasson
2
Harry Whittaker og Lucinda Riley
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Jojo Moyes
5
Moa Herngren
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Reyndu að hafa stjórn á hlutunum þótt að þér sé sótt úr mörgum áttum. Farðu þér hægt og kynntu þér smáa letrið vel.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnar Jónasson
2
Harry Whittaker og Lucinda Riley
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Jojo Moyes
5
Moa Herngren