Kynna Svíum íslenska tónlist

Hljómsveitin Gróa. Mynd úr safni.
Hljómsveitin Gróa. Mynd úr safni. mbl.is/Árni Sæberg

Hljómsveitin Gróa og tónlistarkonan Lúpína tóku þátt í fyrstu útgáfu tónlistarhátíðarinnar Reykjavík Rising by Iceland Airwaves sem fram fór í Stokkhólmi í Svíþjóð í gær.

Sendiráð Íslands í Stokkhólmi stendur að hátíðinni í samstarfi við tónlistarkonuna Önnu Grétu Sigurðardóttur, sem er listrænn stjórnandi hátíðarinnar.

Þar að auki er hátíðin skipulögð í samstarfi við Iceland Airwaves með stuðningi frá Icelandair og Sænsk-íslenska samstarfssjóðnum.

Hefur starfað í geiranum í áratug

Í tilkynningunni er haft eftir Önnu Grétu, sem hefur starfað í tónlistargeiranum í Stokkhólmi í tíu ár, að bæði tónlistarunnendur og bransafólk þar í landi hafi mjög jákvæða mynd af Íslandi sem tónlistarlandi en þrátt fyrir það sé margt í íslensku tónlistarlífi sem hafi ekki náð til sænskra hlustenda.

„Verkefnið óx fram í samstarfi við sendiráðið sem stefndi að sérstaklega veglegri menningardagskrá í ár í tilefni af 80 ára afmæli lýðveldisins.

Sendiráðið upplifði það einnig að tilefni væri til að kynna Svíum betur unga og upprennandi íslenska tónlistarmenn auk þess sem það gæti verið jákvætt að kynna fleira íslenskt tónlistarfólk fyrir tækifærum á sænskum markaði, sem er sá stærsti á Norðurlöndunum,“ er haft eftir Önnu.

Gróa og Lúpína vöktu lukku

Þá kemur fram að viðtökurnar hafi verið góðar og hátíðin vel sótt.

„Hátíðin var vel sótt en hún fór fram á einum þekktasta tónleikaklúbbi Svíþjóðar, Debaser. Líkt og á Iceland Airwaves leggur Debaser sérstaka áherslu á listamenn sem teljast vera á uppleið en dæmi um stórstjörnur sem spiluðu þar á fyrri stigum ferils síns eru Adele og Billie Eilish, auk sænskra tónlistarmanna á borð við Lykke Li, Robyn og Tove Lo.“

Loks segir að vel hafi verið tekið eftir Gróu og Lúpínu og að hátíðin verði aftur haldin að ári.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Reyndu að hafa stjórn á hlutunum þótt að þér sé sótt úr mörgum áttum. Farðu þér hægt og kynntu þér smáa letrið vel.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnar Jónasson
2
Harry Whittaker og Lucinda Riley
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Jojo Moyes
5
Moa Herngren
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Reyndu að hafa stjórn á hlutunum þótt að þér sé sótt úr mörgum áttum. Farðu þér hægt og kynntu þér smáa letrið vel.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnar Jónasson
2
Harry Whittaker og Lucinda Riley
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Jojo Moyes
5
Moa Herngren