Þekktir leikarar og lúxuskerrur

Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins munu tökur fara fram frá miðjum október …
Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins munu tökur fara fram frá miðjum október og fram í miðjan nóvember. Ljósmynd/Brynjar Gauti

Undirbúningur stendur nú yfir fyrir tökur á kvikmyndinni Reykja­vík: A Cold War Saga sem fjallar um leiðtogafundinn í Höfða árið 1986. Leitað er að lúxusbílum frá þessum tíma og fjölmargir íslenskir leikarar hafa farið í prufur í von um að fá hlutverk í myndinni.

Greint var frá því í síðasta mánuði að þrír þekktir leikarar hefðu verið ráðnir í helstu hlutverk. Jeff Daniels mun leika Ronald Reagan Bandaríkjaforseta, Jared Harris mun leika Mikhaíl Gorbatsjov leiðtoga Sovétríkjanna og óskarsverðlauna­haf­inn J.K. Simmons mun fara með hlut­verk George Shultz utan­rík­is­ráðherra Banda­ríkj­anna.

Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins munu tökur fara fram frá miðjum október og fram í miðjan nóvember. Þær munu eðli málsins samkvæmt að mestu fara fram í Höfða. Búast má við miklu umstangi en um eitt hundrað manns munu starfa við framleiðsluna sem kvikmyndafyrirtækið Pegasus sér um. Þar af verða um 80 Íslendingar.

Nánar má lesa um málið í laugardagsblaði Morgunblaðsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Reyndu að hafa stjórn á hlutunum þótt að þér sé sótt úr mörgum áttum. Farðu þér hægt og kynntu þér smáa letrið vel.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnar Jónasson
2
Harry Whittaker og Lucinda Riley
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Jojo Moyes
5
Moa Herngren
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Reyndu að hafa stjórn á hlutunum þótt að þér sé sótt úr mörgum áttum. Farðu þér hægt og kynntu þér smáa letrið vel.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnar Jónasson
2
Harry Whittaker og Lucinda Riley
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Jojo Moyes
5
Moa Herngren