Gummi Emil var á sveppum þegar lögreglan fjarlægði hann

Gummi Emil var handtekinn í gær eftir að hafa tekið …
Gummi Emil var handtekinn í gær eftir að hafa tekið inn sveppi.

Einkaþjálf­ar­inn og áhrifa­vald­ur­inn, Guðmund­ur Emil Jó­hanns­son, Gummi Emil eins og hann er kallaður, var fjar­lægður með aðstoð lög­reglu í gær þar sem hann gekk nak­inn eft­ir Suður­lands­vegi. 

Gummi Emil seg­ir frá því á In­sta­gram-reikn­ingi sín­um að hann hafi verið á svepp­um þegar hann var hand­tek­inn. 

„Ég und­ir­ritaður sé mér þess kost vænst­an að upp­lýsa al­menn­ing um gjörn­ing þann sem ég varð fyr­ir í gær sunnu­dag­inn 22. sept­em­ber. Þannig var mál með vexti að ég hafði ákveðið að taka þátt í sveppa­t­úr ásamt tveim­ur öðrum ein­stak­ling­um. Þetta átti að standa frá u.þ.b. klukk­an 08.00 um morg­un­inn til klukk­an 14.00. Þetta gera menn og kon­ur til að leita inn á við og hef­ur oft og tíðum skilað góðum ár­angri. Það er mjög nauðsyn­legt að viðkom­andi sem tekst á hend­ur þessa ferð sé und­ir eft­ir­liti ein­hverra sem eru alls­gáðir og vel með á nót­un­um. 

Það varð ekki raun­in á þess­um ör­laga­ríka sunnu­degi og það sem gerðist frá því ég tek þessa sveppi og ranka við mér á bráðadeild Land­spít­al­ans er mér nán­ast hulið. Það sem ég veit eft­ir á er að lög­regl­an bjarg­ar mér af Suður­lands­vegi þar sem ég geng alsnak­inn eft­ir miðjum veg­in­um. Það er í raun mik­il mildi að ekki fór verr fyr­ir mér og öðrum. Ég er mjög þakk­lát­ur lög­gæslu og starfs­fólki bráðamót­töku fyr­ir hjálp þeirra,“ seg­ir Gummi Emil á In­sta­gram. 

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Gummi Emil kemst í kast við lög­in því hann missti bíl­prófið á dög­un­um. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er að mörgu að hyggja bæði innan heimilis og utan. Hressileg skoðanaskipti eru bara af hinu góða.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Satu Rämö
2
Torill Thorup
3
Sigrún Elías­dótt­ir
4
Vi­veca Sten
5
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er að mörgu að hyggja bæði innan heimilis og utan. Hressileg skoðanaskipti eru bara af hinu góða.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Satu Rämö
2
Torill Thorup
3
Sigrún Elías­dótt­ir
4
Vi­veca Sten
5
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir