Gummi Emil var á sveppum þegar lögreglan fjarlægði hann

Gummi Emil var handtekinn í gær eftir að hafa tekið …
Gummi Emil var handtekinn í gær eftir að hafa tekið inn sveppi.

Einkaþjálfarinn og áhrifavaldurinn, Guðmundur Emil Jóhannsson, Gummi Emil eins og hann er kallaður, var fjarlægður með aðstoð lögreglu í gær þar sem hann gekk nakinn eftir Suðurlandsvegi. 

Gummi Emil segir frá því á Instagram-reikningi sínum að hann hafi verið á sveppum þegar hann var handtekinn. 

„Ég undirritaður sé mér þess kost vænstan að upplýsa almenning um gjörning þann sem ég varð fyrir í gær sunnudaginn 22. september. Þannig var mál með vexti að ég hafði ákveðið að taka þátt í sveppatúr ásamt tveimur öðrum einstaklingum. Þetta átti að standa frá u.þ.b. klukkan 08.00 um morguninn til klukkan 14.00. Þetta gera menn og konur til að leita inn á við og hefur oft og tíðum skilað góðum árangri. Það er mjög nauðsynlegt að viðkomandi sem tekst á hendur þessa ferð sé undir eftirliti einhverra sem eru allsgáðir og vel með á nótunum. 

Það varð ekki raunin á þessum örlagaríka sunnudegi og það sem gerðist frá því ég tek þessa sveppi og ranka við mér á bráðadeild Landspítalans er mér nánast hulið. Það sem ég veit eftir á er að lögreglan bjargar mér af Suðurlandsvegi þar sem ég geng alsnakinn eftir miðjum veginum. Það er í raun mikil mildi að ekki fór verr fyrir mér og öðrum. Ég er mjög þakklátur löggæslu og starfsfólki bráðamóttöku fyrir hjálp þeirra,“ segir Gummi Emil á Instagram. 

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Gummi Emil kemst í kast við lögin því hann missti bílprófið á dögunum. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert ánægður með að fá það til baka sem þú hefur lánað og þetta kennir þér að lána ekki hluti sem þér eru kærir. Makinn mun koma þér á óvart næstu daga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofia Rutbäck Eriksson
2
Torill Thorup
3
Sarah Morgan
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert ánægður með að fá það til baka sem þú hefur lánað og þetta kennir þér að lána ekki hluti sem þér eru kærir. Makinn mun koma þér á óvart næstu daga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofia Rutbäck Eriksson
2
Torill Thorup
3
Sarah Morgan
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir