Gummi Emil játar að hafa farið áður á sveppaferðalag

Gummi Emil vill læra af mistökunum.
Gummi Emil vill læra af mistökunum. mbl.is/Eyþór Árnason

Guðmund­ur Emil Jó­hanns­son, Gummi Emil eins og hann er kallaður, var fjar­lægður af lög­regl­unni og flutt­ur á spít­ala þar sem hann gekk nak­inn eft­ir Suður­lands­vegi á sunnu­dag­inn. Í gær sagði hann frá því að hann hefði verið á sveppa­ferðalagi sem fór úr bönd­un­um. Í nýj­ustu færstu Gumma Em­ils seg­ir hann frá því að hann vilji koma sterk­ari til baka eft­ir þessi mis­tök. 

„Skipt­ir ekki máli hversu oft lífið ber þig til auðmýkt­ar eða hversu oft við hrös­um það skipt­ir máli að geta tekið við högg­un­um og standa upp til baka sterk­ari, reynslu­meiri. Það tek­ur hug­rekki stund­um bara að vera til. Að fara út úr húsi, að fara í gymmið, að tjá sig og segja sín­ar skoðanir get­ur tekið hug­rekki. All­ir menn deyja en ekki all­ir menn lifa. Ég vill taka það fram að ég hef gert þetta áður svona sveppa trip (lok 2022) en það var 3-4 mánuðum áður en Vík­ing­ar Vakna byrjaði og það var með besta vini mín­um sem var mun reynslu­meiri en þess­ir menn sem ég var með sein­ast.

Aðstaðan var betri og ég treysti hon­um bet­ur en hinum. Svona hlut­ir geta gerst það er ekki fyr­ir alla að taka „hero dose“ af svepp­um, en það er fyr­ir alla að anda að sér súr­efn­inu og fara út í nátt­úr­una.

Ég mun læra mikið af þessu og án efa munið þið sjá mig kröft­ugri aldrei sem fyrr á næstu vik­um og mánuðum. Þetta verður okk­ar sterk­asti vet­ur, við verðum öll hetj­ur í vet­ur. Þakka skiln­ing­inn og þakka alla ást­ina sem ég hef fengið. Við erum öll eitt, við erum öll sam­an í þessu við erum öll tengd.

Kær­leik­ur­inn og ást­in er eina sem skipt­ir máli þvi raun­veru­legu við erum hrein ást og tært ljós. Takk fyr­ir hjarta­fyll­ing­una sem þið hafið gefið mér í dag. Pöss­um uppá hvort annað, ver­um góð við ná­ung­ann, gef­um af okk­ur þótt ekki nema bara bros. Við vit­um aldrei hvað aðrir eru að ganga í gegn­um,“ seg­ir Gummi Emil á In­sta­gram-reikn­ingi sín­um og birt­ir mynd­band af því þegar lög­regl­an fjar­lægði hann og fór með hann á spít­ala. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Steingeit

Sign icon Nú er kominn tími til að fara út, hitta skemmtilegt fólk eða sökkva sér í áhugamálin. Vertu lítillátur og mundu að öllu gamni fylgir nokkur alvara.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Satu Rämö
2
Torill Thorup
3
Sigrún Elías­dótt­ir
4
Vi­veca Sten
5
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Steingeit

Sign icon Nú er kominn tími til að fara út, hitta skemmtilegt fólk eða sökkva sér í áhugamálin. Vertu lítillátur og mundu að öllu gamni fylgir nokkur alvara.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Satu Rämö
2
Torill Thorup
3
Sigrún Elías­dótt­ir
4
Vi­veca Sten
5
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir