Eftirlíking af Friends-sófanum seldist á fjórar milljónir

Sófinn var sjöundi meðlimur vinahópsins sívinsæla.
Sófinn var sjöundi meðlimur vinahópsins sívinsæla. Skjáskot/IMDb

Eftirlíking af appelsínugula Friends-sófanum var seld á uppboði hjá Julien's Auctions á dögunum. Sófinn seldist á heilar fjórar milljónir íslenskra króna, eða 29.250 bandaríkjadali, og langt umfram áætlað verð sem var á milli 350 - 400 þúsund krónur. 

Uppboðið var haldið í tilefni af 30 ára frumsýningarafmæli Friends, en fyrsti þátturinn fór í loftið þann 22. september 1994. Friends, sem er einn farsælasti sjónvarpsþáttur allra tíma, lauk göngu sinni árið 2004 eftir tíu þáttaseríur. 

Upprunalegi sófinn var staðsettur á Central Perk-kaffihúsinu þar sem vinahópurinn eyddi langmestum tíma sínum saman. Sófinn er í dag hluti af sögusafni Warner Bros. í Los Angeles.

Á uppboðinu, sem enn stendur yfir, er hægt að næla sér í árituð handrit og fleiri skemmtilega muni sem tengjast gamanþættinum.

Sófinn spilaði stórt hlutverk í gegnum árin.
Sófinn spilaði stórt hlutverk í gegnum árin. Skjáskot/IMDb

Friends-stjörnurnar komu saman á ný í maí 2021 þegar sérstakur endurfundaþáttur var sýndur á HBO Max-streymisveitunni.

Ólíklegt þykir að leikarahópurinn muni koma saman opinberlega í tilefni af 30 ára afmælinu þar sem Matthew Perry, sem fór með hlutverk Chandler Bing, féll frá í október á síðasta ári. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gleymdu því ekki að öllu gríni fylgir einhver alvara. Gættu þess að ganga ekki of langt né á torfu annars manns.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Anna Bågstam
2
Ragnar Jónasson
3
Harry Whittaker og Lucinda Riley
4
Jojo Moyes
5
Elly Griffiths
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gleymdu því ekki að öllu gríni fylgir einhver alvara. Gættu þess að ganga ekki of langt né á torfu annars manns.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Anna Bågstam
2
Ragnar Jónasson
3
Harry Whittaker og Lucinda Riley
4
Jojo Moyes
5
Elly Griffiths