Óþekkjanleg á tískupallinum í París

Kendall Jenner er með vinsælustu fyrirsætum í heimi um þessar …
Kendall Jenner er með vinsælustu fyrirsætum í heimi um þessar mundir. Ljósmynd/AFP

Ofurfyrirsætan Kendall Jenner var nærri óþekkjanleg er hún gekk tískupallinn fyrir snyrtivörurisann L’Oreal á tískuvikunni í París sem stendur nú yfir í frönsku borginni.

Jenner, sem er með dökkbrúnt hár frá náttúrunnar hendi, hefur nú gengið til liðs við ljóshærða liðið, en hún vakti mikla athygli viðstaddra þegar hún gekk tískupallinn klædd eldrauðum síðkjól og með flæðandi ljósa lokka.

Ofurfyrirsætan, sem er hluti af þekktustu fjölskyldu í heimi og gerði garðinn frægan í raunveruleikaþáttaröðinni Keeping Up With the Kardashians, deildi myndaseríu á Instagram-síðu sinni á miðvikudag og fékk misjöfn viðbrögð frá fylgjendum sínum, sem telja hátt í 292 milljónir.

Margir eru sammála um að hún hafi aldrei litið betur út en aðrir vilja sjá hana skarta dökka hárinu á ný.

View this post on Instagram

A post shared by Kendall (@kendalljenner)

Kendell Jenner var á meðal gesta á Met Gala-viðburðinum í …
Kendell Jenner var á meðal gesta á Met Gala-viðburðinum í New York í júní. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Axarsköft og fásinna hafa lætt sér í fágaða og fínstillta áætlun þína. Mundu að afskipti geta orðið stjórnun, sem er allt annað en heppileg útkoma.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jill Mansell
2
Colleen Hoover
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Sofie Sarenbrant
5
Tove Alsterdal
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Axarsköft og fásinna hafa lætt sér í fágaða og fínstillta áætlun þína. Mundu að afskipti geta orðið stjórnun, sem er allt annað en heppileg útkoma.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jill Mansell
2
Colleen Hoover
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Sofie Sarenbrant
5
Tove Alsterdal