„Ég heimta endurtalningu“

Tori Spelling er ein af 13 keppendum seríunnar í ár.
Tori Spelling er ein af 13 keppendum seríunnar í ár. AFP/David Livingston

Umboðsmaður banda­rísku leik­kon­unn­ar Tori Spell­ing, Rut­hanne Secunda, hef­ur kallað eft­ir ít­ar­legri rann­sókn á taln­ingu at­kvæða Danc­ing With the Stars í kjöl­far þess að Spell­ing datt úr keppni í fyrstu um­ferð þáttaserí­unn­ar sí­vin­sælu.

Spell­ing, best þekkt fyr­ir leik sinn í Bever­ly Hills, 90210, náði ekki að heilla dóm­ara og aðdá­end­ur hæfi­leika­keppn­inn­ar með spor­um sín­um á dans­gólf­inu og var því send heim ásamt svindlar­an­um Önnu „Del­vey“ Sorok­in í tvö­föld­um út­slætti á þriðju­dag.

Secunda var gest­ur í hlaðvarpsþætti Spell­ing, Mis­spell­ing, á miðviku­dag og sagði út­kom­una vera al­gjört hneyksli.

„Það er galli í taln­inga­kerf­inu, ég heimta end­urtaln­ingu,“ sagði Secunda þegar stöll­urn­ar ræddu um úr­slit­in.

Spell­ing, sem dansaði rúm­bu með rúss­neska at­vinnu­dans­ar­an­um Pasha Pash­kov, sagðist ekki hafa bú­ist við að detta út í fyrsta þætti serí­unn­ar en sagði reynsl­una hafa verið dá­sam­lega.



mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Krabbi

Sign icon Þér lætur vel að leiða aðra í starfi. Snöggt námskeið gæti hjálpað þér við að tileinka þér nýja færni sem sparar þér tíma.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Satu Rämö
3
Sigrún Elías­dótt­ir
4
Lotta Lux­en­burg
5
Jón­ína Leós­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Krabbi

Sign icon Þér lætur vel að leiða aðra í starfi. Snöggt námskeið gæti hjálpað þér við að tileinka þér nýja færni sem sparar þér tíma.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Satu Rämö
3
Sigrún Elías­dótt­ir
4
Lotta Lux­en­burg
5
Jón­ína Leós­dótt­ir