„Ég heimta endurtalningu“

Tori Spelling er ein af 13 keppendum seríunnar í ár.
Tori Spelling er ein af 13 keppendum seríunnar í ár. AFP/David Livingston

Umboðsmaður bandarísku leikkonunnar Tori Spelling, Ruthanne Secunda, hefur kallað eftir ítarlegri rannsókn á talningu atkvæða Dancing With the Stars í kjölfar þess að Spelling datt úr keppni í fyrstu umferð þáttaseríunnar sívinsælu.

Spelling, best þekkt fyrir leik sinn í Beverly Hills, 90210, náði ekki að heilla dómara og aðdáendur hæfileikakeppninnar með sporum sínum á dansgólfinu og var því send heim ásamt svindlaranum Önnu „Del­vey“ Sorok­in í tvöföldum útslætti á þriðjudag.

Secunda var gestur í hlaðvarpsþætti Spelling, Misspelling, á miðvikudag og sagði útkomuna vera algjört hneyksli.

„Það er galli í talningakerfinu, ég heimta endurtalningu,“ sagði Secunda þegar stöllurnar ræddu um úrslitin.

Spelling, sem dansaði rúmbu með rússneska atvinnudansaranum Pasha Pashkov, sagðist ekki hafa búist við að detta út í fyrsta þætti seríunnar en sagði reynsluna hafa verið dásamlega.



mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert með tiltekna hugmynd á heilanum sem varðar stjórnmál eða trúmál í dag. Hvort þú ert einn, með vinum eða fyrir framan áhorfendur, ertu aldrei leiðilegur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert með tiltekna hugmynd á heilanum sem varðar stjórnmál eða trúmál í dag. Hvort þú ert einn, með vinum eða fyrir framan áhorfendur, ertu aldrei leiðilegur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar