Fengu gjöf frá himni að ofan á brúðkaupsdaginn

Hjónin á brúðkaupsdaginn.
Hjónin á brúðkaupsdaginn. Samsett mynd

TikTok-myndskeið er sýnir frá brúðkaupsdegi bandarískra hjóna hefur vakið heimsathygli undanfarna daga. Hjónin, Michelle og Scott Ellermet, fengu gjöf frá himni að ofan þegar tvöfaldur regnbogi birtist þeim skyndilega. 

Nýbökuðu hjónin, sem kynntust í stuðningshóp fyrir fólk sem hefur misst maka, segja regnbogann vera sérstaka viðurkenningu á hjónabandi þeirra, en tvöfaldur regnbogi er gjarnan talinn vera skilaboð frá æðri máttarvöldum. 

Myndskeiðið hefur farið eins og eldur í sinu um samfélagsmiðla

Brúðkaupið fór fram á blautum en fallegum degi í Norður-Karólínu þann 7. september síðastliðinn. Brúðkaupsljósmyndari hjónanna, Chelsea Schaefer, deildi myndskeiðinu á TikTok-reikningi sínum nú á dögunum og hefur það farið eins og eldur í sinu um netheima, en fólk hvaðanæva að úr heiminum hefur líkað við færsluna. 

Í kjölfarið ræddu hjónin við fréttamann Today og sögðu frá þeirri lífsreynslu að hefja nýtt samband eftir makamissi, en Scott og Michelle fundu ástina seint á síðasta ári eftir að hafa bæði misst maka sína nokkrum mánuðum áður.

Scott, sem missti eiginkonu sína til 29 ára í júní 2023, tók fyrsta skrefið og sendi Michelle hughreystingarorð á samfélagsmiðlum. Fljótlega eftir það byrjaði parið að hittast, en aðeins á vinalegum nótum og þá aðallega til að styðja hvort annað í gegnum sorgarferlið, en Michelle hafði sjálf misst eiginmann sinn til 23 ára í janúar í fyrra.

„Við fundum fljótt að við áttum margt sameiginlegt og eitt leiddi af öðru,“ sögðu hjónin meðal annars.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér léttir þegar búið verður að hreinsa andrúmsloftið á heimilinu. Reyndu ekki að eyðileggja málið með því að þykjast geta sóst eftir meiru.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér léttir þegar búið verður að hreinsa andrúmsloftið á heimilinu. Reyndu ekki að eyðileggja málið með því að þykjast geta sóst eftir meiru.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir