Rebel Wilson gekk í það heilaga á Ítalíu

Ramona Agruma og Rebel Wilson.
Ramona Agruma og Rebel Wilson. Skjáskot/Instagram.

Ástralska leikkonan Rebel Wilson gekk í hjónaband með athafnakonunni Ramonu Agruma við stórglæsilega athöfn á ítölsku eyjunni Sardiníu á laugardag.

Wilson og Agruma byrjuðu að stinga nefjum saman síðla árs 2021 og opinberuðu samband sitt tæpu ári síðar. Leikkonan fór svo á skeljarnar á sjálfan Valentínusardaginn í fyrra og bað um hönd Agruma fyrir framan kastala Þyrnirósar í Disneylandi.

Hjónin deildu stórglæsilegum myndum frá brúðkaupsdeginum á Instagram. 

View this post on Instagram

A post shared by Rebel Wilson (@rebelwilson)

Wilson eignaðist dóttur með hjálp staðgöngumóður í upphafi sambands þeirra og hefur Agruma tekið mikinn þátt í uppeldi stúlkunnar. 

Leikkonan bættist í sífellt vaxandi hóp Íslandsvina þegar hún heimsótti landið í ágúst 2018. Hún mætti aftur á klakann tæpum fjórum árum seinna og þá ásamt Agruma.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ættir að eiga betra með að einbeita þér nú þegar þú hefur sett þér takmark. Sinntu því skyldum þínum af kostgæfni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Karin Härjegård
5
Unnur Lilja Aradóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ættir að eiga betra með að einbeita þér nú þegar þú hefur sett þér takmark. Sinntu því skyldum þínum af kostgæfni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Karin Härjegård
5
Unnur Lilja Aradóttir