Sigurpar Love Island strax hætt saman

Ástin lifði ekki lengi!
Ástin lifði ekki lengi! Skjáskot/Instagram

Mim­ii Ngulu­be og Josh Oy­ins­an, parið sem bar sig­ur úr být­um í nýj­ustu þáttaröð Love Is­land, eru hætt sam­an aðeins tveim­ur mánuðum eft­ir að þau yf­ir­gáfu ástareyj­una með verðlauna­fé sem nem­ur 50 þúsund sterl­ings­pund­um, eða um níu millj­ón­um ís­lenskra króna. 

Ngulu­be greindi frá sam­bands­slit­un­um á In­sta­gram Story í gær­dag. 

„Ég veit að mörg ykk­ar hafa velt því fyr­ir ykk­ur af hverju við Josh höf­um ekki verið að koma fram op­in­ber­lega sam­an. Sann­leik­ur­inn er sá að við höf­um reynt að finna lausn á mál­um okk­ar allt frá því við yf­ir­gáf­um vill­una en því miður virðast hlut­irn­ir ekki ætla að ganga upp,“ skrifaði raun­veru­leika­stjarn­an meðal ann­ars. 

Til­kynn­ing­in kem­ur í kjöl­far vanga­veltna um stöðu pars­ins. 

Ngulu­be og Oy­ins­an eru fyrsta hör­unds­dökka parið til að sigra raun­veru­leikaserí­una sem hef­ur verið í loft­inu frá ár­inu 2015. 

Ástin virðist því miður ekki vera lang­líf hjá nýj­ustu sig­urpör­um Love Is­land en í októ­ber á síðasta ári til­kynntu þau Jess Har­ding og Sam­my Root að þau væru hætt sam­an eft­ir tveggja mánaða sam­band.

Mimii Ngulube greindi frá sambandsslitunum á Instagram Story.
Mim­ii Ngulu­be greindi frá sam­bands­slit­un­um á In­sta­gram Story. Skjá­skot/​In­sta­gram
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Ljón

Sign icon Gjafmildi þín í garð fjölskyldumeðlima gæti blásið upp í áráttu í dag um tíð. Viðhorf sigurvegara gerir þig að sigurvegara, þó að rökrétt niðurstaða sé að þú hafir tapað.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Col­leen Hoo­ver
2
Torill Thorup
3
Lotta Lux­en­burg
5
Satu Rämö
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Ljón

Sign icon Gjafmildi þín í garð fjölskyldumeðlima gæti blásið upp í áráttu í dag um tíð. Viðhorf sigurvegara gerir þig að sigurvegara, þó að rökrétt niðurstaða sé að þú hafir tapað.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Col­leen Hoo­ver
2
Torill Thorup
3
Lotta Lux­en­burg
5
Satu Rämö