Angelina Jolie komin með nýjan kærasta

Stórglæsilegt par!
Stórglæsilegt par! Samsett mynd

Banda­ríska leik­kon­an Angelina Jolie virðist vera kom­in með nýj­an mann upp á arm­inn. Sá heppni heitir Akala og er breskur rappari og aðgerðasinni.

Jolie, 49 ára, og Akala, 40 ára, voru mynduð saman á frumsýningu nýjustu kvikmyndar leikkonunnar, Maria, í New York-borg á dögunum. Jolie fer með hlutverk óperusöngkonunnar Mariu Callas í kvikmyndinni.

Parið er sagt hafa byrjað að stinga nefjum saman á síðasta ári en hefur farið mjög leynt með samband sitt undanfarna mánuði. 

Jolie hefur staðið opinberlega í deilum við fyrrverandi eiginmann sinn, leikarann Brad Pitt, síðustu ár, vegna víngerðar þeirra í Frakklandi.

Fyrr­ver­andi hjón­in höfðu skipt eign­inni jafnt á milli sín þegar sam­bandið var í blóma en Pitt krefst fulls eign­ar­halds yfir vín­gerðinni rétt eins og öðrum eign­um og fyr­ir­tækj­um sem hjónin áttu sam­an.

Jolie og Pitt skildu árið 2016 eft­ir 14 ára sam­band en þau eiga sam­an sex börn. Pitt hefur verið í litlum sem engum samskiptum við börnin, sem flestöll eru hætt að kenna sig við leikarann, síðustu ár.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ættir að eiga betra með að einbeita þér nú þegar þú hefur sett þér takmark. Sinntu því skyldum þínum af kostgæfni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Karin Härjegård
5
Unnur Lilja Aradóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ættir að eiga betra með að einbeita þér nú þegar þú hefur sett þér takmark. Sinntu því skyldum þínum af kostgæfni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Karin Härjegård
5
Unnur Lilja Aradóttir